Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

sunnudagur, apríl 16, 2006

Gleðilega páska
Sveinn


Ég ætla a byrja á vinnufréttum. Það er búið að flota gólfin uppi. Nágranni minn hann Gulli á Ölvaldsstöðum kom og flotaði fyrir mig um síðustu helgi. Svo til að það væri nóg að gera þá voru Unnur og Kristján hér. Við Kristján vorum að setja þiljur í loftið í eldhúsinu og á ganginum. Ég hélt að það myndi sjást svo mikið ef maður myndi skjóta í þiljurnar svo við notuðum panellspenur, sem er uppfinning dauðans. Þetta gekk sem sagt mjög hægt enda var ég með fjósið líka svo ekki var unnið á fjóstíma. Við vorum samt duglegir bæði að festa þetta upp og líka í að drekka bjór. Palli er farin að geta verið meira uppi enda er steypurykið að minnka og þá getur Olla verið meira uppi með mér. Var að múra í dyragatið inn í borðstofu í gær, á eftir að múra bogann sjálfan og þurfti að beita mig valdi (eða aga) til að fara ekki í það núna. Næsta á dagskrá er að klára loftið í sjónvarpsherberginu. Fékk pinnabyssu í Ráðagerði til skjóta í loftið sem er margfalt fljótlegra en spennudótið. Eldhúsinnréttingin átti að koma uppeftir á miðvikudaginn en Byko klúðraði því svo hún kemur ekki fyrr en eftir páska.

Börnin er búinn að vera borða nammi síðan snemma í morgun enda var Binni að segja að hann ætlaði að hvíld magann aðeins. Er hræddur um að það verði farið í sykurbindindi á þessu heimili eftir páska til að minnka stóra maga eftir mikið nammiát. Kannski bjórbindindi líka.

Þakka þeim sem hafa komið að hjálpa okkur, en hinir geta en komið.


Páska og smíðakveðjur Sveinn