Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

mánudagur, júní 12, 2006

Ég var að slátra belju, alveg helvítis hellings belju.....

Þetta er uppáhalds lag frumburðarins þessa dagana og syngur hann það daginn út og inn mömmu sinni og öðrum til mikillar ánægju. Svo hlustum við á það í bílnum á leiðinni í leikskólann, í botni, og syngjum hástöfum með :).
Við hjónakornin brugðum undir okkur betri fætinum í gær og fórum í leikhúsið og út að borða, og við þurftum ekki að fara til Reykjavíkur til þess! Við fórum semsagt í nýja Landnámssetrið og fengum þar líka þessa fínu máltíð og fórum svo og sáum Mr. Skallagrímsson og grétum úr hlátri. Þessi sýning er alveg ótrúlega skemmtileg og Benedikt Erlingsson fer á kostum. Við mælum sko hiklaust með þessari sýningu.

Mikið var gert um helgina en Sveinn og félagar settu alla gluggana í á efri hæðinni nema einn og erum við rosalega ánægð með útkomuna. Ég fór með krakkana á Borgfirðingahátíð og skemmti Binni sér mjög vel en Arndís er of lítil til að fatta þetta. Byrjuðum á því að fara á sögustund í Landnámssetrinu og þar var greinilega ekki ætlast til að vera með svona lítil börn (þó svo að ekkert hafði verið sagt til um heppilegan aldur í auglýsingunni) og Arndís og Palli höfðu eitthvað óþægilega hátt og var ég beðin vinsamlegast að fara út!! Skildi ég þá Binna eftir og beið niðri og var nú frekar móðguð ég verð að segja það. Fórum við svo á "hátíðarhöldin" niðrá tjaldstæði og fannst mér bæði frekar fátt og lítið í boði en Binna fannst þetta æði. Hann fór sko fyrst í minni hoppukastalann og svo fengu þau bæði kandý flos (og aumingja þvottvélin mín að ná því úr fötunum þeirra) og svo fór Binni í risa hoppukastalann og það var sko fjör. Svo röltum við um og töluðum við fólk og fórum svo heim og fengum okkur ís. Svo ætluðum við á bryggjuballið (sem var reyndar ekki út í eyju þetta árið) en krakkarnir voru svo þreyttir að við lögðum þá bara og kveiktum svo varðeld í grillinu út á palli og höfðum það rómó tvö ein ;).

Svo er bara að fara að klára að flísaleggja á baðinu núna næstu kvöld og klára gluggana og þá er nú hægt að fara að þrífa gólfin og svona að undirbúa húsið í að vera heimili. Fleira ekki í bili,
Lifið heil.