Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

þriðjudagur, janúar 09, 2007

Veikindi...

Já maður bara lagstur í bælið. Kannski ekki skrítið þar sem öll börnin hafa verið meira og minna veik síðan um miðjan Desember, meira pestabælið. Má svo sem ekkert vera að því að leggjast flöt núna ég er á fullu að reyna að bæta menningarlífið hér í sveitinni og er að undirbúa vonandi fjölmennan fund í tilefni þess.

Allt svo sem komið í rútínu hér heima eftir hátíðirnar og ekki annað hægt en að gleðjast yfir því. BHS ætlar reyndar að fá að fara í smá ferðalag fljótlega og heimsækja Gísla og Margréti á Akureyris og fá að fara á skíði. Það er mikil tilhlökkun á þessum bæ yfir því. Svo koma helgarbörnin núna í janúar og alltaf ljúft að fá þau í heimsókn. AIS fékk að gista hjá ömmu og afa á síðustu helgi og er það alltaf jafn mikið sport enda amma og afi aðeins duglegri að dekra við prinsessuna en foreldrar hennar. Palli greyið er að jafna sig af barkabólgunni en gengur hægt, það datt niður labbið hjá honum eftir að hann veiktist en vonandi fer það af stað aftur hann var orðin svo duglegur í því.

Kannski ekki líkt mér að vera tala mikið um heimilislíf mitt hér inni, en þar sem maður er hættur með heimasíðurnar þeirra þá getur maður ekki stillt sig. Þannig þeir sem bjuggust við geðveikislegum, heimspekilegum og fá séðum pistli frá mér, þá bara sorrý :).
Enda lítið verið um frjósemi í þeim málum hjá mér þessa stundina. Gefst ekki mikill tími til þess að velta fyrir sér heimspekilegum málefnum. Reyndar kemur Konráð bróðir til mín í sumar í vinnumennsku og þá verður kannski vellt fyrir sér skemmtilegum hlutum og skeggrædd ýmis málefni, mikið hlakka ég til þess. Veit reyndar ekki hvort Konráði hlakki til því honum verður þrælað út, einsog tíðkast um húskarla, í girðingarvinnu og heyskap.

Jæja læt þessu þá lokið í bili.....
Lifið heil