Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

laugardagur, ágúst 25, 2007

You call me a boy though I tray to be a man..


Þroski, við þroskum víst öll á misjöfnum hraða þó. Þegar ég var 15 var það upplifun og merki um 'ótrúlegan' þroska að eiga vini sem væru yfir 20 og voru þeirra tíma vinir mínir allir mun eldri en ég. Seinna áttaði ég mig á því að það skiptir ekki hvað fólk er gamalt, að vera vinur þýðir í raun allt annað, eitthvað sem er í svo löngu máli að það er efni í allt annan pistil. Ég upplifi mig ekki gamla, ég upplifi mig alltaf mjög unga, í raun er ég alltaf að bíða eftir deginum sem ég verð fullorðin. Þegar ég var 15 var ég viss um að það væri dagurinn sem ég yrði 17 og þegar ég varð svo 'loks' 17 var ég viss um að ég yrði fullorðin 20 þegar ég mætti versla í ríkinu. Kannski varð ég mest fullorðin þegar ég átti fyrsta barnið mitt alein og vissi ekkert hvað ég væri að fara útí vissi bara að ég átti þetta barn og fyrir hann þyrfti ég að standa mig. En í dag á ég þrjú börn og er enn ekki orðin fullorðin kannski er það þroski að ég er hætt að bíða eftir því.

Ég vona að börnin mín verði ekki jafn vitlaus og ég og bíði hálfa ævina eftir að vera eitthvað annað en þau eru akkúrat þá stundina. Ég einnig óska öllum þess sama, hættum að bíða eftir 'betri' tíð, verum við, núna í dag.
Lifið heil