Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

sunnudagur, september 16, 2007

Sláturtíðin var það heillin

Jú jú bara komin sláturtíð. Við erum búin að slátra fyrsta holli og fóru 17 stæltir hrútar sem fengu svona líka ljómandi dóma og var Lilja hæðst ánægð með árangurinn, fer víst batnandi skrokkarnir með hverju hausti hjá okkur. Við tókum allt heim og ætlum að reyna að selja frá okkur beint. Þannig ef þið viljið kaupa gott lambakjöt á betra verði en í Bónus beint frá bónda þá getið þið sent tölvupóst á mig.

Réttir á morgun og er ég búin að baka 150 pönnukökur og smyrja eitt stykki bónusbrauð sem á að fara á kaffiborðið. Hlakka ég til að sjá sveitungana og heyra leitarslúðrið. Sveinn ætlar að fara líka og hjálpa okkur að koma kaffinu í gang og fara svo að staupa sig undir réttarvegg og syngja ættjarðalögin :). Feðgarnir fóru í leit á Bröttubrekku í gær og gekk Binna víst alveg ljómandi vel og stóð sig eins og hetja, sem hann er náttúrulega. Sveinn komst að því að hann væri í verra formi en hann bjóst við og verður það honum vonandi hvatning til að gera eitthvað í þeim málum *skor*skor.

Býst ég við að ég verði aktíf næstu daga og vikur í slátur málum, einhverjar ferðir til Reykjavíkur verða farnar og annríki fyrir sjáanlegt sem er bara hið besta, gott að klára þetta áður en ég tek féð inn á fóðrun.
Ekki var fleira að frétta af Ferjubakka þetta kvöldið,
njótið rétta þeir sem geta og hinir njóta kannski bara annarskonar rétta.
Lifið heil