Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

mánudagur, september 03, 2007

Svo andlaus

Já er frekar andlaus eftir óð minn til haustsins. Held að ég gæti skrifað á hverjum degi hvað mér þykir mikið vænt um þennan árstíma þó myndi engin skilja mig til fulls *andvarp*. Já maður þarf líka að gera smá grín að sjálfum sér. Ágúst mánuður liðin og krakkarnir byrjaðir í skóla. Palli á að fara í fyrsta sinn á morgun í leikskóla og verður mjög spennandi að sjá hvernig honum reiðir af.

Vinahjón mín gengu í gegnum erfiða reynslu nú á dögunum, þau áttu barn fyrir tíman, of mikið fyrir tíman. Það ýfði upp gömul sár hjá mér sem ég hélt að væru löngu gróin og örin komin í reynslu bunkann. Þau voru ekki eins mikið gróin og ég hélt alla vega fann ég vel sársauka þeirra og rifjaðist upp fyrir mér allt þetta ferli sem maður fer í á eftir. Elsta dóttir okkar hafði einmitt orðið fimm ára núna 7 ágúst ef hún hefði lifað. Ég hef alla vega ekki komið mér enn til að fara að gröfinni og sjá steininn hennar sem Sveinn setti á leiðið hennar stuttu eftir jarðaförina. Jæja alla vega ætlaði mér ekkert að fara að tala um þetta hér.

Ég er frekar andlaus, en samt líður mér mjög vel og mig hlakkar til vetrarins er að byrja í átaki og erum ég og Margrét systir í keppni sem ég á fastlega von á að vinna (hehehe game on Mússa). Þetta verður bara skemmtilegt.

Grípið daginn og verið góð við hvert annað
Lifið heil