Veðurstofa Íslands, nú verða lesnar veðurfréttir
Datt þessi titill í hug nú þegar ég sit í rólegheitum fyrir framan tölvuna og reyni að fá sem bestan díl á kjötsög og vacuumpökkunarvél fyrir litla fyrirtækið mitt og hlusta um leið á gömlu góðu gufuna. Ég verð einhvern vegin betri manneskja á því að hlusta á gufuna, get ekki útskýrt það neitt nánar, fyllist bara sálarró og öryggi. Við pabbi ætlum að vera stórtæk þetta haustið og kaupa okkur kjötsög í samfloti og auðvelda okkur verkin með því, en það er einsog fyrri daginn þegar þú leitar í koppum og kirnum þá virðist ekkert finnast. Eins verðum við að fá okkur vacuumvél því allt kjötið geymist mun betur og er einnig notendavænna.
Skemmtileg helgi að baki, fengum hana Guðrúnu til okkar í fyrsta skiptið á þessum vetri og var það sönn gleði að fá hana. Ég fór á frænkumót á Hótel Hamri og hitti þar frænkur mínar sem því miður mættu ekki nógu margar, en við sem mættum skemmtum okkur konunglega og drukkum gott kaffi og snæddum ljúffengar vöfflur. Binninn fékk gesti að norðan sem voru reyndar að koma suður úr höfum og komu færandi hendi með Barcelona-búning á kappann. Sveinn dundaði í kerrunni sinni og fer nú að styttast í að síðasta róin verði hert í henni og hún verður ökufær. Pallinn var heldur þjáður í tönnslunum sínum en er það að verða búið og þar með verða allar barnatennur komnar sem koma í bili. Arndís var bara sama prinsessan sem hún er og ærslaðist og söng einsog henni einni er lagið.
Veðrið var reyndar ekki upp á sitt besta, skítarok og kuldi og héldum við því okkur mest inni. Við krakkarnir föndruðum, spiluðum og leistum krossgátur.
Svo eru leitir og göngur á næstu helgi. Sveinn var búinn að lofa sér í tvær göngur sem svo skarast því verður hann að bregðast tengdaföður sínum en sinna sínum herragarðsskyldum og fara í Múlaleit. Adam ætlar í Langavatnsdalinn fyrir okkur og geri ég honum nesti og nýja skó (eða kannski bara nesti). Við krakkarnir förum kannski í það að þoka fénu okkar aftur heim því grös eru svo mikið fallin að ekki er nægt fóður fyrir skjáturnar mínar og verða þær því að öllum líkindum að koma heim á gjöf.
Jæja þetta er nú orðið gott af sundurleitum Ferjubakkafréttum.
Lifið heil
Skemmtileg helgi að baki, fengum hana Guðrúnu til okkar í fyrsta skiptið á þessum vetri og var það sönn gleði að fá hana. Ég fór á frænkumót á Hótel Hamri og hitti þar frænkur mínar sem því miður mættu ekki nógu margar, en við sem mættum skemmtum okkur konunglega og drukkum gott kaffi og snæddum ljúffengar vöfflur. Binninn fékk gesti að norðan sem voru reyndar að koma suður úr höfum og komu færandi hendi með Barcelona-búning á kappann. Sveinn dundaði í kerrunni sinni og fer nú að styttast í að síðasta róin verði hert í henni og hún verður ökufær. Pallinn var heldur þjáður í tönnslunum sínum en er það að verða búið og þar með verða allar barnatennur komnar sem koma í bili. Arndís var bara sama prinsessan sem hún er og ærslaðist og söng einsog henni einni er lagið.
Veðrið var reyndar ekki upp á sitt besta, skítarok og kuldi og héldum við því okkur mest inni. Við krakkarnir föndruðum, spiluðum og leistum krossgátur.
Svo eru leitir og göngur á næstu helgi. Sveinn var búinn að lofa sér í tvær göngur sem svo skarast því verður hann að bregðast tengdaföður sínum en sinna sínum herragarðsskyldum og fara í Múlaleit. Adam ætlar í Langavatnsdalinn fyrir okkur og geri ég honum nesti og nýja skó (eða kannski bara nesti). Við krakkarnir förum kannski í það að þoka fénu okkar aftur heim því grös eru svo mikið fallin að ekki er nægt fóður fyrir skjáturnar mínar og verða þær því að öllum líkindum að koma heim á gjöf.
Jæja þetta er nú orðið gott af sundurleitum Ferjubakkafréttum.
Lifið heil