Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

föstudagur, október 05, 2007

Margt í pípunum

Ætti núna að vera taka til í Miðbæjarkotinu mínu fyrir Gufufund í kvöld en einhvernvegin eins og svo oft áður þá nenni ég ekki að koma mér að verki.
Margt sem er í gerjun þessa dagana, kvíði og væntingar til nýrrar vinnu, kjötsala, slátrun, stigun ásetnings lamba, útihúsa breytingar og bætingar, kjöt og þrifnaðarferð til Reykjavíkur þar sem bróðir minn og verðandi frú voru að flytja, væntanleg utanlandsferð 3 nóvember og svo síðast en ekki síst afmæli míns sjálfs þar sem ég verð tuttugu og eitthvað (hættir að telja eftir tuttugu og fimm). Ég hef nú lúmskt gaman að því að hafa svona margt um að hugsa og þurfa að skipuleggja mig vel er nefnilega, að ég tel, frekar skipulögð manneskja.

Mörg afmæli nú í október ber fyrst að nefna ættarhöfðingjann sjálfan afa Donna sem verður 75 ára nú 7, einnig á Hilmar Örn ofurtöffari afmæli sama dag, Kiddi Jói aldarvinur minn er rétt skriðin í tuttu og eitthvað *Til hamingju með áfangann e'skan*, svo verður nú seinna í október mikið húllum hæ en það er nú allt á leyndó stigi svo ekki má nú kjafta því hér.

Jæja það er best að koma sér í húsverkin (kemur þá upp í hugann "því mér leiðist svo eldhúsverkin")
Lifið heil