Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

þriðjudagur, desember 04, 2007

Jóla hvað?

Heyrðu tókuð þið eftir því að það er bara komin 4 DESEMBER!! Það fer bara að bresta á með jólum. Ég sem á eftir að gera svo margt... jæja þau koma nú ábyggilega fyrir því þó svo að einn eða annar skápurinn hjá mér sé ekki þveginn hátt og lágt, held hvort sem er ekkert jólin inn í skáp!
Það er vitlaust að gera í skírnarmálum hér á bæ því á síðustu helgi vorum við í skírn hjá ástkærri föðursystur minni og hennar ekta manni fékk Palli minn öfugan nafna þar en drengurinn fékk hið fallega nafn Kristján Páll Rósinkrans. Svo nú á sunnudag erum við boðin í skírn hjá mágkonu minni elskulegri og hennar ekta manni (hann er sko ekkert plat, enda er hann svo stór að það færi alltof mikið að plasti í hann(hafa skal í huga að ég er uppdópuð af kvefmeðali þegar þetta er ritað)) Eru margar getgátur um nafngift á þeim dreng, ég hef stungið upp á Jóhannes Þór einfaldlega vegna þess að ég held að það hafi engan árangur borið ósk mín um að barnið fengið það íðilfagra nafn Ólafur Maríus :þ. En svo kemur þetta allt í ljós á sunnudag. Arndísi finnst það nú bara aukaatriði að sé verið að skíra barnið aðalatriðið er að stóra systir drengsins hún Inga Sól á afmæli og er dóttir mín aðallega að mæta til hennar, eða eins hún orðar það sjálf "sko mamma hún Inga Sól á sko afmæli og litli bróðir hennar getur bara heitið litli bróðir áfram. Við ætlum sko að leira ég og Inga Sól sko." En hún er á fyrstu gelgju og segir sko í öðru hvoru orði.

Annað er helst í fréttum að það fer að hleypa hrútunum til kindanna nú fljótlega, heldur betur jólin hjá þeim maður. Svo er nú svo margt sem er að fara í gang þar að of langt mál að tala um allt það hér. Talandi um kindur þá held ég að það sé best fyrir mig að hætta þessari leti og drífa mig út til þeirra greyanna.
Lifið heil