Fallegt fólk
Fallegt fólk átti brúðkaupsafmæli í gær. Tölfræðin sagði að þau hefðu sigrað 30% þeirra sem gifta sig á Íslandi en það er víst fjöldin sem skilur fyrstu 3 ár hjónabandsins. Þetta fólk hélt sem sagt upp á 3 ára brúðkaupsafmæli sitt og héldu sæl inn í fjórða árið með því að fara inn að borða (skilgr. á að fara inn á borða er þessi; fátækt barnafólk sem er að koma yfir sig húsnæði en er svo heppið að halda skepnur eldar sjálft þetta fína lambalæri með öllu tilheyrandi og splæsir í ódýrustu rauðvínsflöskuna í ÁTVR og borðar kittkattkúlur í eftirrétt og horfir á DVD). Yndisleg rigning úti eftir langt og mikið frost, sem var samt yndislegt meðan á því stóð. Hlusta ég á rigninguna meðan ég skrifa þennan litla pistill (og svo ég verði enn væmnari) óska mínum heitt elskaða innilega til hamingju með að hafa átt mig svo lengi.
Lifið heil