Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

fimmtudagur, febrúar 07, 2008

Ófærð

Sveinn ritar nú ófærðarpistil
Ég keyrði Arndísi í leikskólann í morgun eins og flesta aðra daga. Palli og Binni voru heima af því að þeir voru veikir. Það gekk ágætlega nema hvað það hefði ekki mátt vera meiri snjór því þá hefði ég setið fastur. Þegar ég var búin að fara með Arndísi þá kom ég við í húsasmiðjunni og þar festi ég mig, Valdi og Binni ýttu mér og ég losnaði svo þegar ég stoppaði til að þakka þeim fyrir þá komst ég ekki af stað og þeir þurftu að ýta mér aftur. Þá var komið vitlaust veður og skyggni lítið. Einhvern veginn komst ég svo upp í Kárastaðabrekkuna. Ég komst ekki upp í fyrstu tilraun svo ég bakkaði útaf svo bíllinn hallaði að mér fannst svo mikið að ég hélt að hann myndi velta svo ég ákvað að labba upp að húsinu sem við erum að smíða sem er í ca 400m fjarlægð. Eftir að ég er búin að labba 20 m og strax hættur að sjá því að gleraugu hjálp ekki til í blindhríð þá hringdi ég í Jóa(vinnufélagi minn). Hann sendi Gumma (kallinn sem á húsið og er að vinna með okkur) á jeppanum til að ná í mig. Þegar hann kom hafði snúið við því mér var orðið hálfkalt og sá ekkert og vissi varla hvar ég var. Sá ljósin frá hesthúsunum og stefndi þangað. Gummi tók mig svo í bíllinn og við fórum svo niður brekkuna til að snúa við. Til að gera langa sögu stutta þá festum við okkur tvisvar og hann varð allur blautur. Eftir að hann var búin að fara heim og í þurr föt og kaupa eitthvað með kaffinu á hyrnunni. Þá reyndum við aftur en fórum þá í gengum hesthúsahverfið og var það ekkert mál. Svo kom Dóri og mokaði í hádeginu. Pabbi sótti Arndísi fyrir okkur á traktornum því við héldum að það væri allt ófært sem var síðan raunin. Hann dró mig síðan upp og mokaði svo ég kæmist með bíllinn í burtu. Ég fór með hann niður á samkaupsplan og þar er hann enn þegar þetta er ritað kl:21.56. Unnsteinn keyrði okkur Ívar heim því við lögðum ekki í ferjubakkaveginn á fólksbílum. Að lokum þá sá ég bíl í dag sem hafði verið ekið uppá snjóruðning og hallaði skuggalega mikið. Hann hefur greinilega keyrt of hratt miðað við það að sjá ekkert.
Nenni ekki að skrifa meira núna. Jú eitt í viðbót, ég fann glugga á húsinu í gær sem ég vissi ekki af. Þegar ég sagði Jóa þetta fannst honum það ekki svo merkilegt miðað við það þegar ég fann aukaherbergi. Bless og verið heima á morgun (föstudag) og líka laugardag enda er skítaspá.