Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

mánudagur, febrúar 11, 2008

Óákveðni

Sv.1
Fyrst er að nefna að ég er búinn að fara á tvær óperur á þessu ári. Önnur þeirra er rokkóperan jesus christ superstar og hinn er Sígaunabaróninn. Báðar mjög góðar á sinn hátt. Var á verkalýðsfundi og vildi hann nafni minn endilega troða mér í eitthvað embætti, sem reyndar tókst að lokum.
Getur einhver sagt mér hvað svona veður á að þýða? Ég hef nú reyndar verið að vinna inni síðustu vikur en fer út á morgun og satt best að segja þá hef ég fulla samúð með mér fyrir að þurfa að fara vinna úti aftur. Reyndar var það svo að þegar ég var að vinna úti fyrir jól þá langaði mig að fara að vinna inni. Eftir jól fór ég svo að vinna inni og þá langaði mig út að vinna, svo fór ég út að vinna og þá var kalt úti og mig langaði inn. Nú þegar maður er búinn að vera inni í nokkrar vikur þá finnst manni ágætt að herða sig og fara vinna úti í einhverja daga. Held að það sé nokkuð ljós að það verður gott að komst í fjósið með kindurnar því við erum í endalausu stríði við vatn þar inni. Man ekki hvort ég ætlaði að tjá mig um eitthvað meira. Hvað á ég að gera við lömbin sem ég þarf að slátra í haust því nú er hætt að slátra í Borgarnesi? Borgarstjóramálin í rvk eru bara brandari og Villi hefði ekki átt að koma aftur og alls ekki eftir svona stuttan tíma.

Góða nótt Margrét því ert sú eina sem lest þetta miðað við komment.