Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

laugardagur, ágúst 23, 2008

Raunir á rigningadegi

Þegar þungar lægðir leggjast yfir láð og lög með mikla rigningu líkt og í dag þá er ekki laust við að maður gráti með himnunum. Jaa eða ef við sleppum dramatíkinni verði hundfúll og pirraður á veðrinu og allt og öllu. Alla vega vorkenndi ég mér afskaplega mikið á tímabili í kvöld þá búin að afreka mikið af raunum nánast með bros á vör í dag (að eigin sögn í það minnsta). Ég þurfti að elda kvöldmat af því að ég á börn og eiginmann og ber ábyrgð á þeim og því þarf ég að ala þau öll og þar að leiðandi (og af því að það voru skyr og samlokur í hádegismat) þá varð ég að drattast af rassinum og elda handa liðinu mínu. En mikið afskaplega vorkenndi ég mér það, ég meina ég var persónulega ekkert svöng sjálf og var bara til í að senda liðið í ból svo ég gæti sjálf sest við sjónvarpið með rauddara og tölvuna í fanginu. Ég var geðill og bölvandi þegar ég hellti úr affrystum hakk-pakka á pönnuna og hristi spakketí úr pakka í pott. Börnin voru með verra móti og görguðu í kapp við bölvið í móðurinni og eiginmanns hróið fór í létta fýlu yfir að maturinn væri ekki klár, að ég væri í fýlu og að börnin hefðu hátt. Þá gat ég ekki varist því að hugsa að miklar væru raunir mínar.

En alltaf birtir til um síðir og þegar allir voru mettir þá setti eiginmanns elskan börnin í ból og ég gat þá helt rauddaranum í glas og smjattað og hugsað hvað lífið væri nú ljúft í alla staði og hvað ég væri nú heppin að eiga svona falleg börn og duglegan og elskulegan maka.
Hella í fyrramálið hvet ykkur öll að mæta og kíkja á flotta sýningu..
Lifið heil