Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

þriðjudagur, ágúst 26, 2008

Whisper words of wisdom....

Já ég reyni að henda inn vísdómsorðum hér inn öðru hvoru. Get nú ekki sagt að ég sé uppfull af vísdómi þetta þriðjudagskvöld. Er meira svona enn að jafna mig eftir sýninguna á Hellu en ég eyddi sunnudeginum í að brosa við fólki og kynna samtökin okkar, Lifandi landbúnað, gekk bara ótrúlega vel og fékk ég fullt af áhugasömu fólki á póstlistann hjá okkur.
Veiðivertíðin hafin og vitja ég nú um silunga- *hóst*laxa*hóst* netin okkar og finnst það gríðarlega skemmtilegt. Veiðivertíðin byrjar vel í ár og eru þó nokkrir komnir á land og er óhætt að segja það að við fáum nægan reyktan silung *hóst*lax*hóst* á jólahlaðborðið í ár.
Margrét systir og Gísli (aka Gilli beib) eru flogin á ný á vit ævintýranna í Pita. Þeirra er sárt saknað en við fáum nú að sjá þau aftur um jólin og erum við strax farin að hlakka til.

Nenni ekki að segja ykkur fleira í kvöld, er að hugsa um að koma mér í rúmið enda þarf maður að vakna núna fyrir allar aldir þegar allir eru byrjaðir í skólanum og vinnu.
Lifið heil