Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

föstudagur, mars 20, 2009

Breytingar

Breytingar.
Hér er allt breytingum háð eins og á flestum stöðum nema kannski hjá mörgum stjórnmálaflokkum sem stilla upp sama liðinu sem sköpuðu leikreglurnar sem ollu bankahruninu. Aðrar breytingar eru að allir hitaþræðirnir eru komnir niður (sem eiga að fara niður í billi). Rollurnar eru komnar í hlöðuna eins og kom fram í síðasta pistli. Mamma og pabbi eru búin að setja sína síðustu gripi í sláturhús. Þar af leiðandi sjáum við um heyskap í sumar og er meira að segja búið að ráða vinnumann til að vera í heyskap því ég veit ekki hvenær sumarið verður hjá mér vinnulega séð. Okkur langar til að prófa að fá verktaka til að rúlla og pakka því okkar vélar eru ekki mjög afkastamiklar svo myglar of mikið af rúllunum. Það segja það allir sem hafa prófað að láta rúlla fyrir sig að það sé eina vitið. Olla er síðan að fara til Danmerkur á þriðjudaginn og mig dreymir um að klára stigann milli hæða á meðan hún er úti.

Þá er kominn nýr pistill
Sveinn