Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

miðvikudagur, ágúst 27, 2008

Tár í tómið


Ég sit hér og græt yfir hetjunum okkar sem eru að lenda í Reykjavík. Er mjög stolt af þeim á allan hátt og öllu þessu frábæra íþróttafólki sem barðist fyrir því að keppa fyrir Íslandshönd á ólimpíuleikum, á meðal annars eina frænku í sundliðinu. En ég get ekki varist því að hugsa um annað frábært íþróttafólk sem hefur kept á ólimpíuleikum fatlaðra. Kristín Rós sunddrottning hefur m.a. fengið 6 ólimpíugull, 2 silfurverðlaun og 4 brons. Mér finnst svolítið einsog þetta íþróttafólk gleymist svo oft og langar því að minnast þessa frábæra íþróttafólks um leið og ég græt yfir velgengi "strákanna minna".