Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

laugardagur, júní 07, 2003

Nú verður glatt á Bakka.

Ég og Sveinn brugðum undir okkur betri fætinum í gær og skruppum til Reykjavíkur. Þar höfðum við áætlað að eiða umtalsverðum fjármunum. Ekki það að við séum í vinnu hjá landsímanum, eigum bara svo hel. gott vísakort. Alla vega við fórum sem leið lá í skeifuna og kíktum inn í búð eina sem er þekkt fyrir dýrar en góðar vörur. Þar lágum við í hálftíma og knúsuðumst en fórum síðan í rúmfatalagerinn. Þar keyptum við strigaskó á "the main guy" og eldhúsgardínur fyrir "the main girl" en drifum okkur eftir það í búðina inn í skeifu aftur og festum kaup á dýrlegu rúmgagni og koddum. og vorum þá búin að eyða vel á 3 hundrað þúsunda. En mikið arsgoti gott var að leggjast á þessa fínu kodda, en eftir rúminu þurfum við að bíða þar til á þriðjudag.

Eftir þessa för drifum við okkur heim í heiðardalinn hans pabba og færðum honum að gjöf í tilefni aldurs númeraplöturnar vænu. Ég held bara að ég hafi aldrei séð hann svo glaðan hann ljómaði eins og sól og var ekki lengi að drífa þær á eðalvagninn. Nú er pabbi minn kominn í snobb klúbbinn og ekur um á sér merktum bíl....M 217.
Eigi hygg ég að pistill minn verði lengri í dag vegna gífurlegs skort á andleysi (ala risinn) er því að hugsa um að setja punktinn hér í dag.
Lifið heil

fimmtudagur, júní 05, 2003

Af opinberum fyrirtækjum í einkageiranum.

Ég var að koma frá því að lesa pistilinn hennar Sigrúnar og mikið er ég sammála hennar reiði yfir Hlandsímanum. Ég bara bókstaflega þoli ekki það fyrirtæki. Mér finnst þeir svíkja og pretta allt og alla og ég vorkenni þeim ekki mikið að fá smá af sínum eigin meðulum til baka í starfsmönnunum. Því það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Svo segja þeir að þeir séu einkafyrirtæki og búnir að skilja sig frá Ríkinu. Mér er bara spurn ef þeir eru ekki hluti af ríkinu hvað gefur þeim þá leifi til að heita LANDSsíminn? Þeir reyna gjörsamlega að mjólka alla sem þeir koma nálægt. Ég til dæmis var og er með heima síma sem ég fyrir 1 og 1/2 ári síðan greiddi í greiðsluþjónustu bankanna. Allt í góðu með það. Svo einn daginn þá ákveð ég að hætta í greiðsluþjónustunni og fá bara seðilinn inn um lúguna af gömlum og góðum sið. Jæja ég tala við bankann og svo hringi ég í landssímann og bið um að hér eftir verði reikningarnir sendir heim. Það hélt, nú hin ágæta frú sem svaraði, nú ekki. Það þyrfti bankastarfsmann til að breyta hjá mér símareikningum. Mínum síma!!! Ég var nú svo aldeilis bit, jæja ég er nú svo vel upp alin að ég geymdi öll ljótu orðin sem ég lærði í leiksólanum í gamla daga og hringdi í minn banka og bað þá um að tala við þetta trega fólk hjá símanum. Þeir höfðu þá þegar tala við þá 2 sinnum. Ég bjóst þá við að þetta væri nú allt klappað og klárt og ég myndi glöð og ánægð fá símareikninginn inn um lúguna um næstu mánaðarmót. Það leið og beið og enginn reikningur barst ég hringdi þá í þá til að full vissa mig um að þeir vissu þetta með lúguna og póstinn. Jú jú þeir hefðu þetta sko allt á hreinu ég skyldi engu kvíða því reikningurinn kæmi fyrr eða síðar. Og þá hófust glaðir 3 mánuðir hjá mér því enga reikning ég fékk ég þó (einmitt af því að ég er svo vel upp alin) hringdi og tékkaði á þessu hjá þeim en alltaf fékk ég sama svar þetta væri bara í pósti og svo framvegis. Síðan einn daginn gerist það undur sem hreppir þá sem eigi borga af sínum síma að honum er lokað. Ekki var ég þá glöð og hringdi (fékk að hringja hjá nágrannanum) í þessa drulludela og spurði um mína stöðu. Þá hefði ég átt að fá sendan reikning en beiðninn hefði aldrei farið niður í einhverja aðra deild o.s.fr. Ég spurði þá vinsamlegast hvort þeir væru nokkuð heiladauðir eða hvort ég væri bara svo einstaklega óheppin að rata alltaf á þá starfsmenn sem væru fæðingahálfvitar? Þar fór nú fallega og góða uppeldið fyrir lítið og valkyrjan braust fram í mér, starfsmönnum landssímans til ama. Svo þegar ég hafði aðeins meir ausið úr skálum reiði minnar þá spurði ég fúllega hvað ég skuldaði mikið og var mér tjáð það. Ég skundaði nú í bankann og greiddi þetta urðu nú eftir málar þeir að ég fékk reikningana mína senda með háttvirtum útburðarkonum. En þar með er nú ekki sögunni lokið þó svo að ég hafi bundist prinsinum og hann flutt mig í kastala föður síns, því ég og landssíminn gátum með engu móti lifað hamingjusöm eftir það. Nokkrum mánuðum síðar þegar ég og prinsinn minn erum flutt á ættaróðalið þá fara að berast mér skrýtnir reikningar á gsm símann minn. Þar er ég full vissuð um það að ég skuldi hinu háttvirta fyrirtæki svo sem 8000 krónur rúmar í ógreiddum skuldum. Ég læt þessa vitneskju lönd og leið og tel víst að þetta sé bara síðasti reikningur sem ég væri búin að greiða en hefði bara ekki borist í tæka tíð fyrir prentun þessara seðils. Lendi ég í því óhappi stuttu seinna að ég eyðilegg ástkæran gemsan minn. (Leiðinda mál sem gerðist á leiðinda stað) Nú ég fæ nú samt öngva að síður símareikninga því eins og allir vita þó svo maður noti ekki síman þá kostar offjár bara að eiga númerið. Ég borga þá samviskusamlega en alltaf er þó þessi ógreidda skuld. Þannig að ég hringi, þá er nú enginn við sem getur svarað mér og víst að ég get ekki gefið upp nöfn þeirra starfsmanna sem afgreiddu mig á sínum tíma (þegar ég jós úr reiðum skála minna) þá hafi ég engar sannanir o.s.fr. Þannig að núna er gemsinn minn (eða öllu heldur mömmu) lokaður. Enda gerir það ekkert til enda klúðruðu þeir líka skráningunni í símaskrána hjá okkur Sveini þannig að e-mail-ið okkar er vitlaust og ég er klofinn persónuleiki og bý á tveim stöðum. Þetta er nú mín reynsla af Landssímanum megi hann rotna í neðra og ég vona að allir starfsmennirnir þeirra séu jafn rotnir og þeir.
Lifið heil.

miðvikudagur, júní 04, 2003

Nú eru góðar númeraplötur dýrar.

Minn elskulegi stóri bróðir fónaði í mig í gær eins og hann gerir gjarnan er hann vantar eitthvað. Þá mundi hann skyndilega að það væri fermingaveisla í fjölskyldunni og spurði mig hvað ég hugðist gefa fermingabarninu. Nú ég sagðist ætla að kaupa eitthvað til hæfis á síðustu stundu eins og mín er von og vísa. Þá spurði hann spurningarinnar sem ég beið eftir þ.e. hvort hann mætti nú ekki vera bara með í gjöfinni. (Hann er sérfræðingur að sleppa vel út úr aðstæðum sem þessum) Þar sem ég er nú svo mikið eðalkvendi þá sagði ég honum að það væri velkomið ég skyldi bara senda honum reikninginn. Nú þá var þetta mál afgreitt þá snéri bróðir minn sér að því næsta það var komandi stórafmæli hjá öldruðum föður okkar. Hvort ég hefði ekki ráðgert að gefa honum eitthvað líka? Jú ég hafði nú gert ráð fyrir því. Og hvað það ætti þá að vera svona hellst? Jú vissi ég að föður mínum þætti afskaplega vænt um sérstakar númeraplötur sem hann ætti upp í skáp og hugðist ég gera eitthvað í sambandi við þær. Nú já og væri þá bróðir minn velkominn að hjálpa eða greiða með í því? Enn og aftur er ég svo mikið eðalkvendi að ég bauð ekki eynungis bróðir mínum að vera með heldur hinum systkinum og móður okkar líka, reyndar var það vegna þess að ég komst að þetta kostaði víst rétt rúmlega mánaðarlaun hjá illa launuðum atvinnuleysingja eins og mér. En þetta er alveg eðal hugmynd og nú vona ég bara að karl faðir minn (sem reyndar heitir alls ekkert Karl heldur Binni) villist nú ekki hér inn og fari að lesa um afmælisgjafirnar sínar.

Annars er fúlt veður og ég því enga veginn hress. Ég bara þoli ekki rok. Svaf til hádegis sem er ekki sniðugt því þá verður vont að sofna í kvöld. Ég er að hugsa um að skreppa til Dúnu á eftir og leggja á hana hendur (bara varlega sko) og gá hvort bæði mér og henni lýði ekki betur á eftir. Ég er alltaf að sjá betur og betur hvað ég er nú með vel skipað rúmið hjá mér. Hann Sveinn er bara hreinasta perla. Hann er allur í öllu, er í garðinum, í fjósinu og hérna heima líka því hróið ég má ekki lyfta svo mikið sem litlu tá. Hann er hreint út sagt frábær. Ef maður fengi að þakka einhverjum eftir að maður er búin að eignast barn (svona eins og á óskarshátíðinni) þá myndi ég halda langa þakka ræðu um hann og verkinn hans. Annars erum við búin að ákveða að halda enga skírnaveislu bara skíra búið bless. Ég held að það sé langþægilegast. Humm hef bara ekkert meira að segja nema jú mig dreymir skrítna drauma.....hvernig ætli að standi á því??
Lifið heil.

þriðjudagur, júní 03, 2003

Andleg upplifun.

Jæja ég er farin að nálgast sjálfa mig aftur. Ég er að fá ógeð á jarðneskum óþurfta. Mig langar að byrja að heila aftur eins og ég var byrjuð á nú fyrr í vor. Nú er ég bara að hugsa um að hringja í einhvern sem er til í að vera tilraunadýrið mitt. Ætli að góð vinkona mín og samhró (þ.e. við erum hró saman) hún Dúna sé ekki til sem fyrr að leita með mér að æðri tilgangi lífs okkar. Ég þyrfti líka að reyna að nálgast bók eina sem ég hef einstaka trú á.... veit að hún er til á bókasafninu kannski að ég hringi í nágrannagelluna?. Er að hugsa um að fara að gera eitthvað nytsamlekt
rita kannski seinna í dag eða kveld
Lifið heil.

mánudagur, júní 02, 2003

Tölvu-niðurbrot og Matrix.

Ég hef fengið all margar kvartanir og meira að segja stoppuð út á götu, til að segja mér að það sé ómögulegt að lesa bloggið mitt. Ekki það að texta innihaldið eitt og sér sé eitthvað athugarvert, heldur hitt að ekki sé hægt að "skrolla" nógu langt niður og vegna þessa sjáist textinn ekki allur. Þið sem lendið í þessu getið prófað að minka og stækka hjá ykkur skjáinn. Þ.e. nota takkann sem er upp í hægra horninu á skjánum hjá ykkur milli striksins og exsins. Þá ætti skrollið að komast í samt lag. Líka getið þið reynt að setja www. fyrir framan addressuna, s.s. http://www.fotspor.blogspot.com, það hefur líka reynst mér vel. Ekki kann ég neina skýringu á þessari hegðun forritsins en tel það bara vera ætlunarverk þess að pirra mig og mína lesendur. (Þeir sem hafa séð Matrix skilja þetta) En veit ég af einni bróður-rýju sem er í fríi og ætla ég að pína hann að lýta á þetta fyrir mig Muuuuuhhaaa.

Annars brugðum við Sveinn undir okkur betri fætinum (hjá mér þessum vinstri, hjá honum þessi í miðið) og brunuðum alla leið til Reykjavíkur. Þar sem við skelltum okkur í menntasetrið í vesturbænum og sáum eina kvikmynd. Varð Matrix fyrir valinu. Mér fannst hún fyrna góð og er jafnvel ekki sammála þeim sem segja að hún sé ekki eins góð og sú fyrri. Vegna þess að í fyrstu myndinni er verið að kynna okkur alla hugmyndina um Matrix-ið sem þykir svo nýstárleg hugmynd (er það reyndar ekki, kem að því síðar) en verið að halda áfram með þessa hugmynd nú í seinni myndinni. Mér finnst þessi hugmyndafræði á bakvið myndirnar það skemmtilegasta við þær og reyndar fynnst mér slagsmála atriðin æðisleg. Hugmyndin á bakvið myndirnar eru hugmyndir sem öll trúarbrögð, allir heimspenkingar, og finnst mér ég ekki vera að ýkja er ég segi allt fólk hefur og er að velta fyrir sér þ.e. hver er ég, hver er tilgangurinn og svo er þetta þróað áfram í samtal við "Guð". Það er bara sagt forrit í stað anda, engla og guðs í Matrix. Mér fynnst það líka skemmtilegt að í Matrix er gælt við sömu hugmynd og í Men in black (þó svo að þetta séu tvær algerlega ólíkar myndir) þ.e. að við séum bara pínulítill hluti af stærra kerfi. Skápa hugmyndin í M I B og forritarinn í Matrix. En reyndar kemur þessi hugmynd ekki eins skýrt fram í Matrix og í MIB. Hugmyndin í Matrix (allavega eins og ég skyldi hana) var að það var einvher karl á jörðinni sem bjó til forrit, nokkurn skonar tölvuleik sem þyrfti að ganga upp (þess vegna var "sá eini" búinn að koma 6 sinnum) og tölvuleikurinn vorum við, og raun og veru góðu karlarnir í tölvuleiknum voru vélmennin. Mér fynnst öll þessi hugmyndafræði rosalega skemmtileg og ég get velkt mér endalaust upp úr henni. Ég ætla að bjóða nágrannagellunni til að rökræða þetta allt með mér. Kannski væri nú gaman að ræða þetta líka við Konráð bróðir hann var nú einu sinni að læra heimspeki.

Annað gerðist markvert að ég fór í heimsókn til Ömmu og var Ásta þar stödd hjá henni og áttum við þar saman góða stund og ræddum margt milli himins og jarðar. Alltaf gaman að hitta þær stöllur.
Annað gerðist nú ekki merkilegt hjá mér, nema að ég kveikti í hárinu á mér við að grilla í gær og reyndar líka í kjötinu. Það ást nú samt allt saman.
Hugsum að kveðja núna .
Lifið heil.

sunnudagur, júní 01, 2003

Af heimskulegum stjórnmálamönnum, góðu veðri og sumri!

Alveg fer það í taugarnar á mér hvað stjórnmálamenn eru vitlausir upp til hópa. Og þegar þeir eru komnir í einn hóp saman og kalla sig flokk eru þeir enn heimskulegri. Ekki það að ég virði ekki þessa fínu menn og konur sem við þjóðin kusum til starfs og ráða en mér finnst það alveg merkilegt hvað margir af þessum mönnum og konum tapa sér alveg í völdum og vitleysu. Vil ég nú taka Davíð Oddsson sem dæmi. Þessi góði maður var framan af sínum stjórnmálaferli hin mesti ljúflingur, talsmaður litla mannsins og Hrói höttur fátæka mannsins. En svo bara gerðist eitthvað hjá þessum fína manni. Hann bara tapaði sér varð þreyttur á baráttunni og sá það að það væri mikið betra að halda stóra manninum góðum heldur en þessum litla, það gæfi meira í aðra hönd plús að hann fengi nú töluverð meiri völd! Hann sem sagt varð gráðugur. Fleiri og fleiri sem studdu hann voru ríkir pabba drengir og ættbókarfærðar háskólastúlkur. Fólk mátti ekki lengur tjá sig opinberlega um hann, ef það gerðist var það kallað strax inn á teppi í ráðuneytinu og skammað fyrir að ógna foringjanum. Ísland fór frá lýðræðisríki inn í einhverskonar einræðisfýlu. Öllum fannst þetta allt í lagi bara meðan að hægt væri að borga lánið af stóra jeppanum og 300 fermetra einbýlishúsinu. En svo gerðist eitthvað litli maðurinn var orðinn pirraður að vera sigi fyrir þá stóru, litli maðurinn fór að rétta úr sér og opna munninn. Fólk var orðið þreytt á þessari svo kallaðri velmegun sem færði því ekkert nema skuldir og hærri vexti. Þá komu kosningar og fólk vildi breyta, litli maðurinn vildi breyta. Því var logið að fólki að það gæti aðeins fellt Dabba út ef það kysi Sollu óheiðarlegu, sem er og var litlu skárri en Davíð, klár en hættuleg einræðis týpa. Flokkurinn hennar Solllu var samsuða úr mörgum flokkum og var það ljóst ef sá flokkur kæmist við stjórnvöl yrði þar einungis sundrung og vandræði. Litlu karlarnir voru málið. En af því að þeir áttu ekki 29 milljónir til að kaupa sig inn á þing, eins og Dóri fylgi fiskur, þá kaus fólkið þá í alltof litlu mæli. Það trúði í blindni að það þyrfti stórann flokk til að slá út stórann flokk. Æ æ þar skjátlaðist landanum. Sem betur fer hugsuðu ekki allir svo og litlu strákarnir fengu eitthvað en ekki nærri nóg. Fólkið kaus líka Dóra rassa kyssir í gríð og erg sem var þvílík vitleysa það var útséð að hann og hans flokkur gæti ekkert nema að fylgja öðrum en þegar kom að því að stjórna þá komu nú einhverjar vöflur á kappann. Framhaldið þekkjum við ekki en getum aðeins vonað að allt fari vel og Ísland verði ekki leiksoppur virkjana, auðvalds og vitleysu.

Annars er líka komið sumar og veðurblíðan er ótrúleg. Sveinn minn er á fullu í garðinum og er þar allt að skána og koma saman. Ég er að hugsa um að múta mínum yndislegum foreldrum til að passa drenginn minn í kvöld og halda þeim grill veislu, reyndar heima hjá þeim. Pabbi ætlar að klára að setja dráttarbeislið undir eðalskódann svo við getum nú ferðast eins og kvótakóngar með fellihýsi aftan í sem við hugsum að fá léð í ömmu-húsi og afa-garði. En ég er að hugsa um að drífa mig út í veðurblíðuna og vökva vorar plöntur í gróðurhúsinu, kyssa karlinn og leika við krakkann.
Lifið heil.