Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

sunnudagur, október 01, 2006

Ástand? (sv1)
Er eitthvað mikið að í Borgarnesi hjá unglingum eða þeim sem eiga að sjá um þau? Í skessuhorninu er grein þar sem talað er um að þau hafi lágt sjálfsmat og reyki og drekki meira en landmeðaltal. Kennari sem ég þekki er ekki hrifinn af hvernig unglingastarfið er þar og fór ekki þangað aftur og vildi ekki að sinn krakki væri þar. Núna var ég að heyra að kennari þar hafi hætt fyrirvaralaust. Af því álykta ég að hann hafi gefist upp á því ástandi sem er þarna. Kannski veit ég ekkert hvað ég er að tala um, allavega á ég ekki ungling í þessum kannski ágæta skóla.

Eitthvað fleira að gerast? Já við erum flutt upp. Það eykst reyndar alltaf þörfin á því að gera stiga á milli hæða því að núna þá þurfum við að fara út til að komast milli hæða.
Fór í leitir í gær og voru rollurnar ferlega leiðinlegar og vildu bara ekki fara til byggða. Olla fór að smala upp á Borgum því að ég er allar skakkur og aumur eftir gærdaginn. Annars er helvíti gott að sitja í hægindastólum og gera ekki neitt.
Kannski væri rétt að ganga frá listum neðan á eldhúsinnréttinguna en veit ekki hvort ég nenni því. Var stopp í sjónvarpsskápnum af því að ég hafði keypt vitlausar brautir.

Sveinn biður að heilsa í bili