Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

mánudagur, nóvember 24, 2003

Hún er mætt aftur!

Jæja þá er maður mættur aftur, einstaklega skemmtilegt það. Því miður get ég ekki glatt ykkur með ógeðslegum fæðingasögum því dóttirin var tekin með fyrir fram ákveðnum keisara. Sem er reyndar svolítil skrítin upplifun, maður veit að þennan dag klukkan þetta mun barnið "fæðast". Annars er líka svolítið fríki að vera í svona uppskurði vakandi og sérstaklega þegar maður missir sársauka skyn en ekki snertiskyn, sem sagt ég fann ekki til þegar þeir skáru en ég fann það enga að síður og þegar þeir flettu húðinni til og frá til að ná í barnið og fylgjuna það var bara fyndið. Annars eins og Sveinn hefur tjáð gengur bara allt vel í þessum geira og öllum heilsast vel.

Sveinn minnist á það hvað hann er búinn að vera duglegur og mundi mig ekki furða þó þið hélduð að þetta væri bara eitthvert pabba monnt í honum, en það er þó alls ekki svo hann á einstakann heiður skilin fyrir frábæra frammistöðu í heimilishaldi. (Hann er loksins farinn að fatta að húsmæður eru ekki BARA heima) Hann er búinn að auka getu sína í eldamennsku um 300% (hann kunni áður bara að elda tvo rétti) og vaskar upp og skúrar gólf af miklum eldmóð. Já það er ótrúlegt að fæðingaorlof feðra sé bara ný til komið, hvernig gerðu konur þetta hérna áður fyrr?

Annars er maður svo meir og væmin núna að maður er varla prenthæfur. En fyrir ykkur sem hafa kannski ekki hætt sér í heimsókn þá er ykkur óhætt að fara að koma reyndar er frumburðurinn veikur en hann er óðum að braggast eftir mikill og ströng veikindi. Allir eru heima og lofa ég að vel verður tekið á móti ykkur :)
Lifið heil.