Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

föstudagur, desember 17, 2004

Hó hó
Þá er Olla kominn búinn að ná öllum prófunum og kominn í langþráð jólafrí. Við erum búinn að fá hrút og búinn að hleypa til. Hann reyndar fór nú sjálfur í til kindanna en það var allt í lagi því að því að það var bara viku of snemma. Við fórum síðan með gemling uppí Efstabæ í morgun því að hún er of skyld hrútnum sem við erum með. Binni er að láta reyna á jólasveininn. Hann er að athuga hvað hann þarf að vera óþægur til að fá ekki í skóinn. Jólasveininum finnst hann samt það þægur að hann hefur alltaf fengið í skóinn. Arndís fær ekkert í skóinn því hún er það lítil ennþá. Við erum búinn að kaupa allar jólagjafirnar (held ég, Olla sér um þá deild).

Ég fór til hans Trausta sem er magasérfræðingur á Akranesi í gær. Vildi ég fá að vita afhverju ég virðist léttast. Hann vildi halda því fram að það væri ekkert að mér enda hefur ekkert fundist sem er athugavert. Skjálfta og vöðvabólgu sagði hann líklega stafa af stressi. Það sem ég átti að gera var að reyna að borða meira og milli máli og var stungið upp á kakói með rjóma. Ég á að fá mér eitthvað að borða áður en ég fer að sofa sem ég hef nú oft gert. Það hefur líka vantað eitthvað uppá sjálfsagann því ég hef ætlað að fá mér drykkjarskyr með fæðubótaefni í en það hefur verið mjög sjaldan sem ég hef gert það. Sama get ég sagt um að lyfta eða reyna að styrkja sig eitthvað hérna heima. Það hefur bara ekki gengið eftir hjá mér.

Ég hef áhuga á því að vinna 3 vinnur eða störf. Mjólka bæði á morgnana og síðan á kvöldin. Smíða meðan Binni er á leikskólanum og sjá síðan um heimilið því líka því Olla er í skólanum er fer síðan í verknám í mars held ég. Þetta getur gengið upp með því að vakna alltaf klukkan 6 til að fara í fjós sem ég er að verða meira og meira hrifinn af því að það er betra fyrir beljurnar og lengir svo mikið tímann sem maður hefur fyrir hádegi. Þá er annað hvort að vera inni að taka til einn daginn og svo úti þann næsta eða bara blanda þessu einhvern veginn. Vandamálið er það að ég virðist ekki hafa næga orku í það þ.e.a.s get ekki borðað nógu mikið til að ganga ekki á vöðva og fitu því að það er voða lítið af henni til staðar. Andskoti er ég að vera leiður á þessu þyngdarvæli í mér en er bara mikið að velta mér upp úr þessu núna og mér finnst gaman að láta vorkenna mér.

Þetta er ágætt í bili þarf að fara að koma mér í fjósið og fjárhúsin reyndar líka.

Sveinn hinn mjói jólasveinn

mánudagur, desember 13, 2004

Hæ hæ
Jæja það er best að skrifa eitthvað. Ég var að brölta á fætur og búinn að fá mér morgunmat. Eftir að ég náði mér af ælupestinni þá hef ég bara ekki nennt að fara á fætur til að fara að gera eitthvað. Það svo notalegt að sofa aðeins lengur þegar það er svona mikið myrkur. Fyndið hvað draumar geta sagt manni mikið um hvað er að gerast í sálinni eða öllu heldur í undirmeðvitundinn. Mig var sem sagt að dreyma að ég var í Varmalandi að berjast við hann Björgvin og auðvitað vann ég og varð hetjan svo var ég reyndar líka að berjast við einhvern sem held að hafi verið Stefán frá Deildatungu sem ég hef enga skýringu á af hverju ég var að berjast við og því síður af hverju við vorum að slást uppá einhverju fjalli með járnstöngum. Dreymdi mig síðan að ég var að fara í þjálfun hjá Bubba Morteins til að verða sterkari. Það gengur ekki að karlmaður sé bara 20 kg eins og Bubbi orðaði það.


Unnur systir mín er búin að eiga og átti hún stelpu þvert á allar útgönguspár. Hún var 15 merkur og 53 cm og fæddist hún á fimmtudagsmorgun klukkan hálf átta eins og Sunna Kristín frænka sín í Ráðagerði. Við ætlum að fara og heimsækja þau á morgun því Unnur á að fara heim í dag og Olla er í prófi núna en í fríi á morgun.

Aftur hingað heim. Við bökuðum piparkökur í gær uppi með mömmu ég og Binni. Það er búið að setja upp seríurnar úti nema eina. Ég ætla að hætta núna því ég hef svo sem ekkert meira að segja núna.

Bless bless
Sveinn