Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

föstudagur, janúar 21, 2005


Eins og Heimir sagði: Ég var að spökulegra, ég var að spökulegra, ég var að spökulegra hvað er kynþokki? Heimir hafði reyndar minnsta heila í heimi en það er önnur saga. Það er bóndadagur í dag og þá er kosinn kynþokkafyllsti maður landsins. Konan í útvarpinu spurði hlustendur að því hvað kynþokki væri. Ég fór að velta fyrir mér hvað er kynþokki? Hvað eiga þeir menn sameiginlegt sem hafa fengið þennan titil? Veit það ekki en ég held að kynþokki sé svo afstæður það sem einum getur fundist kynþokkafullt virkar kannski ekki á aðra. Svo við vindum okkur að mínum kynþokka því eins og áður hefur komið fram þá ég (við) að fara gifta okkur. Það stefnir allt í það að við verðum í brúðkaupsþættinum já. Hún Margrét skráði okkur og við þeir vilja fá okkur í þáttinn því þetta verður svolítið sérstakt hjá okkur. Svona réttarstemming og svoleiðis og skemmtilegheit. Það er svolítið stress í lagi fyrir þetta en við lifum það nú vonandi af.

Ég er stundum að pirra mig yfir fréttum, og þá oftast yfir honum Bush og hans fylgisveinum. Maður fær bara grænar þegar maður heyrir hann tala um frelsi og lýðræði þegar hann (þeir) hafa tekið stórann hóp af fólki og sett í fangelsi án þess að rétta yfir því. Hvar er þá þetta réttlæti sem hann segist standa fyrir. Þegar Bush kemst til valda þá fær hann ekki einu sinni meiri hluta greiddra atkvæða. Það var fleira fólk sem kaus Al Gore eða hver það var sem bauð sig fram á móti honum. Mér finnst þessi maður bara BJÁNI og að heiminum stafi meiri ógn af honum heldur en þessum hryðjuverkamönnum sem hann segist vera að berjast við. Held að hann skapi fleiri vandamál (hriðjuverkamenn) heldur en hann leysir með þessari herferð sinni. Jæja það er best að hætta þessu því að ég fæ ekki góðan bóndadag því að Olla er veik í dag.

Bless

mánudagur, janúar 17, 2005

Brúðkaup

Við höfum ákveðið að umbera hvort annað það sem við eigum eftir ólifað og skammast í hvort öðru þar til að við hverfum til annars tilverustigs. Ef ég sykurhúða þetta þá verður það svona. Við viljum lifa saman til ævilofa svífandi saman hamingjusöm á bleiku skýi. Var að bóka kirkju og organista, og er þá búið að ganga frá svona þessum stærstu liðum. Það á reyndar eftir að búa til boðskort en það verður líklega gert í dag. Hvað er fleira í fréttum? Binni tók til í herberginu sínu í gær. Olla skúraði gólfið eftir að við kláruðum að úrbeina beljuna (kvíguna). Ég tók til. Arndís gerði ekki neitt nema leika sér. Er að verða búinn með Kleifarvatnið sem ég fékk í jólagjöf frá mömmu og pabba. Ég gaf í þessa blessuðu söfnun þó að ég hafi eiginlega verið á móti því. Ég ætla að láta þetta duga núna því að ég ætla að klára bókina og gera nokkrar armbeygjur til að maður líti betur út í brúðkaupinu.