Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

þriðjudagur, mars 09, 2004

Jæja þá er komið að Sveini að skrifa smávegis. Fyrst ætla ég að segja frá því að pabbi var ekki kosinn sem formaður bændasamtakanna. það er bæði gott og vont frá mínum bæjardyrum séð. Þá er minni vinna hér heima í sumar sem gerir það að verkum að maður fær sér líklega einhverja vinnu utan bús sem er gott ef það er útivinna. Ætla að umorða þetta bara útivinna kemur til greina annars verð ég geðveikur. Næsta mál á dagsskrá eru Amerikannar. Álit mitt á þeim hefur farið minnkandi undanfarið. Þeir réðust inn í Írak til að leita að gereyðingarvopnum nei ég meina til að ráða yfir olíunni sem er þar. Svo er það annað mál. Hvað er það annað en hræsni þegar þeir tala um mannréttindi í Kína þegar fullt af fólki er í fangelsi á Kúpu sem handtóku og settu þar án dóms og laga. Kannski eins gott því réttarkerfið er ekki uppá marga fiska. Það var verið að tala um það í útvarpinu í gær að íslenkur strákur hafi verið dæmdur fyrir kynferðisbrot þegar hann var 11 ára gegn 7 ára strák. Sá yngri sagði við þann eldri suck me dick og sá eldri setti hann(typpið) uppí sig gríni. Tveimur árum seina er hann kærður og dæmdur og satt inni þangað hann varð 20 ára og er ennþá í stofufangelsi. Aftur að Kúpu, þá sögðu þeir að þeir myndu ekki sleppa þeim úr fangelsi þó að þeir yrðu fundnir saklausir. HALLÓ og svo segja Bandaríkjamenn að þeir séu með besta réttarkerfið, þvílíkt kjaftæði og rugl. Hver á svo hlut í þessu öllu saman það er hann Bush því hann var ríkisstjóri þar sem strákurinn var dæmdur og hann vildi ráðast inn í Írak og eins held ég að hann hafi staðið fyrir því að fólkið var sett í fangelsi á Kúpu því það ógnaði Öryggi USA. Þvílíkar voru ofsóknir á hendur múslimum og Aröbum eftir 11 sept. Einu var ég líka að velta fyrir mér og það er klósettpappír. Þannig er nú mál með vexti að Olla keypti wc pappir sem ber nafnið Euro professional sem gæti þýtt á íslensku evrópsk fagmennska ef mér skjátlast ekki. Hvað er að vera fagmaður í að skeina sig það er spurninginn? Er það hvað maður þarf að gera oft til að ná öllum kúknum eða hvað maður getur skeint sig hratt? Eins má líka spyrja sig að því hvort Rússneski eða Bandaríki pappírinn sé e.h öðruvísi. Nei bara svona að spökulera.
Verið þið sæl þarna úti.