Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

fimmtudagur, júní 19, 2003

Thank god for slaves!

Ég er svo forsjál og sniðug að snemmendis á þorra réði ég mér tvo frændur mína í vinnu. Nú gera þeir allt sem mér finnst leiðinlegt (og er líka löglega afsökuð frá) eins og að ryksuga og vaska upp og ég veit ekki hvað og hvað. Þeir eru kurteisir og elskulegir piltar (eins og þeir eiga ætt til) og reyna að þjóna mér og þóknast í hvívetna. Ég er reyndar að hafa áhyggjur af því að þeim leiðist í sveitinni hjá mér því það er kannski ekki beint skemmtilegt að koma í starf í sveit og vera bara svo inni að vaska upp, en þeir segjast vera hæst ánægðir og það er nóg fyrir mig. Ég vona bara að ég geti staðið við það að leyfa þeim að fara á hestbak í sumar. Annars er ég bara mjög ánægð með litlu "þrælana" mína og eiga þeir allt gott skilið.

Ég verð bara að segja að ég er hissa á systkinum mínum að vera ekki alltaf í heimsókn hjá mér ég hélt að ég væri svo skemmtileg!?? Nei eiginlega er ég ekkert hissa ég nenni nefnilega ekki að heimsækja þau neitt frekar ég er bara svo tilætlunarsöm að ég vil fá alla í heimsókn til mín en nenni ósköp lítið að fara sjálf. En verð að viðurkenna það að fá fréttir af þeim í gegnum aðra er svolítið pirrandi. Femínistar voru í sjónvarpinu í gær og ég verð að segja að þeir sem skapa kynjavandamál að stórum hluta í dag eru einmitt femínistarnir sjálfir. Ég skil ekki í konum að vera að leggjast svo lágt að þurfa alltaf að vera bera sig saman við karla. Mér finnst fólk ekki gera sér grein fyrir því að konur og karlar eru ekki eins og það að gera þau eins er ekki endilega af því góða. Konur njóta líka sérréttinda alveg eins og karlar. T.d. fáum við lengra fæðingarorlof en þeir og við fáum yfirleitt að vera sá aðilinn sem er heima með börnin og mér fynnst það vera forréttindi. Ef fólk er að eiga börn þá á það að hafa tíma fyrir þau líka annars á það bara að sleppa því. Mér finnst að hjón eigi að koma sér saman um það hver það verður sem á að vinna fullan vinnudag úti og hver á að vinna heima með börnunum áður en það eignast börn. Feministar agnúast líka yfirleitt út í konur en ekki karla. Það eru konur sem eru að "selja" sig ódýrt í klámblöðum og tískublöðum og það eru konur sem hafa það á heilanum að þær séu ekki fallegar nema að þær séu svona og svona í laginu og með svona og svona háralit og háragerð, körlum er yfirleitt sama um slíkt og körlunum finnast ekki þessa beinasleggjur flottar. Þannig ef konur hættu að agnúast útí hverja aðra þá væri ekki til femínistar. Ég reyndar veit að það voru stór gáfaðar og framsýnar konur sem veittu okkur (konum) kosningarétt og slíkt en í dag finnst mér þetta verið komið út í öfgar. Menn hafa aldrei staðið í svona en hafa komið sér samt þangað sem þeir eru í dag, þeir reyndar hafa eitt hverjar aldir um fram okkur í að koma sér þangað en ég er viss um að konur komist þangað líka og verði "jafnar" körlum. En að pípa um það á fundum og í félögum er ekki rétta leiðin við erum að reyna að gera okkur æðri körlum með því. Ég sé ekki karla halda upp á einhvern sérstakan karladag eins og konur gera og ég sé karla ekki vera að syngja sérstaka karla söngva og marsera niður laugaveginn fylktu liði og hvetja hvorn annan áfram.
Enda held ég að konurunar yrðu þá kolbrjálaðar, en þetta gerum við nú og karlarnir láta þetta sig yfir ganga. Ég held að með því að velja og hafna í lífinu og halda áfram að vinna eins vel og við konur gerum þá komumst við á endanum þangað sem við viljum vera. Jæja þá er ég búin að pústra í dag og örugglega búin að gera margan femínistan brjálaðan líka, en ég meina I run the show here mhuhuhuhhahaha.
Lifið heil.

miðvikudagur, júní 18, 2003

Fordómar.

Ég og Sigrún erum búnar að finna nýjan lið í að betra okkur sem er bara þó nokkuð skemmtilegur. Við finnum þá fordóma sem við höfum hjá okkur sjálfum og kryfjum þá og skoðum og veltum fyrir okkur af hverju þeir stafi og hvort þetta séu fordómar eða hræðsla eða eitthvað annað. Við höfum einstaklega mikinn áhuga á þessu báðar og ég er alveg viss um að við eigum eftir að verða betri manneskjur með þessu. Annars var Sigrún líka að segja mér hvað fólk þreyttist ekki á að tala um mig og þá yfirleitt ekki á góðum og jákvæðum nótum. Hvað er það eiginlega?? Ég meina þessu fólki sem hefur ekkert betra að gera en að velta sér upp úr my pitiful life hlýtur að eiga hryllilega bágt. Ekki það að ég telji líf mitt neitt sérstaklega leiðinlegt og ég er mjög sátt við mig og menn í dag og ánægð með staðinn sem ég hef valið mér í lífinu. En ég get nú varla sagt að ég lifi mjög spennandi lífi, nema það að sálfræðast með Sigrúnu, vaska upp og labba með Binna til Dúnu sé svo spennandi? En fólk virðist aldrei þreytast á þessu blaðri sínu og það þreytist ekki heldur á því að vorkenna Sveini fyrir að vera með mér. Eins og ég haldi honum nauðugum. Annars eins og ég sagði við Sigrúnu þá er mér nákvæmlega sama. Ég hef alltaf haldið fram að illt um tal stafi af öfund og ég held að ég hafi það bara svo gott að það sé margt við mig sem er hægt að öfunda. Því meira sem þið talið illa um mig elskurnar því ánægðri verð ég!!!

Nokkrar bekkjar systur mínar ákváðu að það væri sérstaklega sniðugt að hóa saman þessum tuttugu og einum brjáluðu einstaklingur sem skópu bekkinn minn í grunnskóla.Mér fannst það engan veginn sniðugt, ég verð bara að segja það að ég hef ekki samband við þetta fólk af ástæðu. Það kom ekki vel fram við mig á sínum tíma og ég er ekki viss um að ég sé alveg tilbúin að gleyma því strax. En það virðist að ég sé skyndilega orðin sú vinsælasta af þessum árgangi því þrjár hafa hringt og þær hafa sent mér bréf og ég veit ekki hvað og hvað. Ég meina tekur þetta fólk ekki hinti? Ég skýli mér samviskusamlega á bak við óléttu og slæmum fylgikvillum því enn þá hef ég ekki nógu mikið bein í nefinu til að segja bara nei takk mig langar ekki að hitta ykkur. En það kemur ég er viss um það. Maður á ekki að láta fólk stíga á sér for ever og ekki vera fórnarlamb til frambúðar og hlaupa til eins og barinn rakki um leið og þau kalla. Ég hef skapað mér mína hamingju sjálf og án þeirra og ég get vel haldið því áfram. En ég get samt ekki varist því að hugsa með smá hlýleika til þessara manneskja því ég væri alls ekki sú sem ég er í dag ef þau hefðu ekki komið svona fram. Þannig má segja að ég ætti að þakka þeim líka fyrir að skapa mig, en það voru bara of mörg ár í myrkrinu og í vanlíðan til að réttlæta þakklæti. The Darknes of Olla's life. :o)

En ég er bara svo ánægð með veðrið í dag að ég skrapp í heimsókn til nágrannagellanna, með Binna mínum, á tveim jafnfljótum og það var æði. Tengdapabbi var að slá og það var alveg logn og gras lykt í loftinu og mollulegt, ég bara dýrka þannig veður. Vona bara að veðrið verði eins á morgun svo ég geti farið meira út. Annars (hafið þið tekið eftir því hvað ég segi oft "annars") hef ég bara ekkert meir að segja.
Lifið heil.

mánudagur, júní 16, 2003

Loksins, loksins.

Jæja loksins, loksins hef ég upp raust mína á ný. Ég hef bara verið eitthvað svo pirruð síðustu daga og bara sofið í mínu þunglyndi og geðleysu og því ekkert ritað lengi lengi. Ég hélt bara að fólk hefði ekki áhuga á að lesa einhverja þunglyndis-pistla um einmannalega tilveru hjá ruglaðri kerlingu upp í sveit (sjálfsálitið í botni). Jæja það er liðið ég fékk nefnilega sálfræðinginn minn í heimsókn um helgina og hún veitti mér smá meðferð þannig að ég var bara öll önnur. Sveinn meira að segja talaði um að fá Sigrúnu oftar í heimsókn. Ég held bara að ég hafi verið tilbúin að losa mig undan þessu fargi sem lá á mér.

Anyhow þá er ég sem sagt öll hressari og kátari og tilbúin að taka upp fyrri lifnaðar hætti einsog að rita í bloggið mitt. Við Sveinn erum búin að fá nýa rúmið og ég get bara ekki lýst því hvað ég er ánægð með það. Það er alveg sama hvernig ég sný mér, þvert eða beint því það er jafnt á alla kanta. Augljóslega minkaði herbergisrýmið talsvert en hvað gerir maður ekki fyrir betri skeiðvöll? Það er búið að vera svo heitt og mollulegt síðustu daga að ég er eiginlega bara fegin að það sé smá rok og kuldi í dag. Flugurnar hafa verið að drepa okkur og er ekkert venjulegt magn af þessum kvikindum. Maður þarf alltaf að byrja á því að drepa allar flugurnar í svefnherberginu á kvöldin svo maður geti sofið. Það er ekki á allt kosið, þetta er bara gjaldið fyrir að búa í sveit. Annars er ég svo hress og kát í dag og full af orku, við fórum nefnilega í skoðun í dag, ég og bumban mín, og það var bara allt í stakasta lagi sem er mjög gott ég hef verið að hafa áhyggjur af þessu hjá mér sem voru greinilega óþarfar þegar allt kom til alls. Annars á ég samt að fara til læknis eftir 4 vikur og reyndar líka á föstudaginn þá fæ ég líka sónarmynd af krúttinu mínu. Svo þetta er allt á góðu róli bara að taka þessu rólega og passa mig þá mun þetta allt ganga.
Ekkert hef ég meir að rita í dag.
Lifið heil.