Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

laugardagur, febrúar 19, 2005

Brúðkaupið
Nú er komið að því, það eru ekki nema 5 tímar og 10 mín í það að Olla labbi inn kirkjugólfið til mín (og pabba(með pabba sínum)). Hver eru svo síðustu orð hins ógifta manns? Það verður nú gaman þegar þetta verður nú allt búið þó að þetta sé að mörgu leiti gaman. Við vorum í viðtali í gær fyrir þáttinn og þau tóku smáskot hér og þar þegar við vorum að raða borðunum og smyrja. Það vorum tengdamamma og Sæunn sem voru að smyrja og við segjum takk æðislega fyrir þið voruð meiriháttar í því. Langaði ekkert að flýta mér á fætur í morgun, langaði mikið meira að fara bara að kúra með minni konu en hún fór snemma á fætur til að fara í greiðslu í Borgarnesi. Látum þetta duga núna ætla að fara að baða Binna og eitthvað.

Þeir sem voru ekki boðnir í brúðkaupið eru hér með boðnir í kaffi eftir næstu helgi því að ég er að fara í kirtlatöku á þriðjudaginn. Gjafir eru velþegnar en ekki blóm og kransar (en ekki nauðsyn).
Takk fyrir mig Sveinn

mánudagur, febrúar 14, 2005

Eldra fólk
Ég eldist eins og annað fólk, kannski ekki nákvæmlega eins en ég verð í það minnsta eldri og jafnvel vitrari. Ég hlakka að sumu leiti til að verða gamall. Það verður gaman að fá greiddan út lífeyrissparnaðinn og eiga þar með fullt af peningum. Eins og umræðan er um elliheimili og þjónustu við aldraða í dag þá er ekkert spennandi að fara á elliheimili, því að það er farið með fólkið eins og krakka í mörgum tilfellum. Þegar maður er búinn að vera krakki og alla upp börn og barnabörn þá get ég ekki ímyndað mér að maður vilji láta koma fram við sig eins og barn og stjórnað sem slíku. Það var nú bara þetta sem ég vildi segja núna.

Bless

Spurning dagsins
Í hverju sefur þú?

sunnudagur, febrúar 13, 2005

Hugleiðingar
Ég er alveg tómur núna, dettur bara ekkert í hug þegar maður er sestur við tölvuna og ætlar að fara að skrifa. Það sem hefur gerst síðan ég skrifaði síðast er að við fórum til Reykjavíkur með hringana í hreinsun og í mátun á fötunum fyrir brúðkaupið. Ég þarf að fara í lokamátun á fimmtudaginn þegar ég næ í fötin mín en Ollu eiga að vera tilbúin. Svo þarf ég að kaupa morgungjöf. Búin að fá allt annað nema brúðartertuna. Veit ekki hvað ég get sagt ykkur um brúðkaupið svo við látum þetta duga.
Heilsufarsfréttir:
Olla er með einhverja kvefpest en ég er orðinn nokkuð góður. Ég myndi fara í salinn á morgun en mamma verður ekki heima svo ég fæ ekki pössun fyrir Arndísi.
Ég hef mikið verið að velta fyrir mér uppbyggingu á okkar blessaða ferjubakkavegi þessa síðustu daga. Ef ég mætti ráða þá myndi ég brjóta niður klettana eða holtin hjá Ölvaldsstöðum og nota það til að byggja upp veginn. Þá eru nokkrar spurningar sem þarf að svara og þær eru. Má brjóta þau niður sökum
sögu staðarins? Það veit ég hreint lega ekki en held að það sleppi. Er ódýrara að fá efni einhvers annars staðar? Þeir segja að það sé ekki neitt efni nema hinum megin við á. Ef það þarf að keyra öllu efninu þaðan þá eru það ekki nema 2-3 klukkutíma í staðinn fyrir helmingi fleiri. Mín skoðun er sú að mulingurinn er besta efnið í undirlag og það er á staðnum en það þarf að vinna það sem ég veit ekki hvað kostar. Á móti kemur að þá ertu kominn með betra efni og mikið minni keyrslu sem hlýtur það hafa eitthvað að segja. Magnið sem þarf er dálítið mikið eða eins og ég sé það fyrir mér. Uppbygging á 7 km sem er allur hringurinn, breidd 5,2m og hæð 40cm. Það gera eitthvað um 10000 rúmmetra. Það kostar helvítis helling en þetta er það sem þarf að gera og annað er því miður eitthvað sem virkar bara tímabundið og er þá ekki best að gera strax það sem virkar.