Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

laugardagur, mars 20, 2004

Kraftur í kerlu.

Jæja bara kraftur í kerlu núna. Nenni ekki að pæla í lífinu (alltof mikið sem er að gerast núna eitthvað hjá mér) svo fínt bara að blogga svolítið. Verst er að ég veit ekkert hvað ég á að ljúga í ykkur. Setti nýjan tengil inn, æsku vinkona mín hún Íris, höfum reyndar ekki mikið samband núna, ég hef svo sem ekki samband við neinn núna :o(. Var eitthvað að pæla í hvað ég og við þessi litla fjölskylda mín erum eitthvað einhverf sjáum ekki útfyrir litlu þyrpinguna okkar hér á bakkanum. Er reyndar á móti þyrpingum akkúrat í augnablikinu trúlega eitthvað með það að gera að mér líður ekki nógu vel sjálfri og þá hef ég þann slæma tendens til að loka mig frá heiminum. Allt eitthvað of náið hér í Ferjubakkaþyrpingunni. Annars ef maður á að vera náinn með einhverjum þá er þetta fólk hér sem ég bý með það besta til að vera náið með.

Vorið ég hata það (sé alla fyrir mér núna going ohhhh "vorið er svo æðislegt þá er allt að vakna .....bla.....bla....bla")en ég hata það. Þoli ekki þessa birtu sem ætlar allt að éta og treður sér inn um gluggana hjá mér. Ef það er einhver árstími sem ég þarf virkilega að berjast við sjálfa mig til að fara ekki á geðveikisdóp þá er það vorið. Ég verð bara svo ómöguleg eitthvað að ég bara ekki þrífst. Elska veturna með sinni dimmu og kulda og fíneríi trúlega eitthvað með það að gera að í myrkrinu þá sést ég ekki. (alla vega sú skýring sem rándýr geðlæknir á landsanum gaf mér) Ég er nú orðin svo stór (feit) að ég sést allstaðar frá hvort sem það er myrkur eða ekki ég er að verða eins og kínamúrinn og aðalgatan í Las vegas ég sést utan úr geimnum. Er alveg að gefast upp á sjálfri mér eitthvað bara ét og ét og ét og vorkenni mér inná milli fyrir það hvað ég er feit og þunglynd (óóó my god just shoot me now!) Oft verið að pæla hvernig Sveinn fíli þetta allt saman bara ræð ekki við að hugsa að hann gæti gert svo mikið betur en mig, ég meina kom on hann er æðislegur en ég er ekki aðallega feit heldur er ég að drepa sjálfan mig og aðra úr þunglyndi og fílu. En það er alveg sama hvað ég væli og veina hann bara styrkist í ást sinni til mín (now you may go ohhh) Veit ekki hvort ég myndi þola hann ef hann væri eins og ég! Fór til læknisins um daginn og hann skoðaði mig hátt og lágt og sagði svo "jaaa ef þú getur lést um 2 og 1/2 kíló á einum mánuði þá get ég gefið þér svona megrunartöflur" og ég hugsaði eins og hver annar "feitur ameríkani" jess þá þarf ég bara ekkert að hafa fyrir þessu. Heyrðu svo fer ég heim og hugsa "hva það er nú ekki mikið mál að léttast um 2 og 1/2 kg á heilum mánuði" og fé mér svo súkkulaði kex! Svo þykist ég ætla að fara í heilsu geirann og það í náttúrulækningar og ætla svo að fara éta einhverjar stór hættulegar megrunartöflur!!! Held að það sé komin tími til að Ólöf María Brynjarsdóttir geri eitthvað í sínum málum og það strax!
Lifið heil
You are Trinity-
You are Trinity, from "The Matrix."
Strong, beautiful- you epitomize the ultimate
heroine.


What Matrix Persona Are You?
brought to you by Quizilla
Nokkuð sátt :o)
Gott að vera ein í nóttinni?

Samkvæmt mínum mælikvarða þá er nótt núna þó svo hjá mörgum nátthrafninum þá sé kvöldið rétt að byrja. Ég bý í stóru mjög "lifandi" húsi og fyrir þá sem til þekkja þá vitum við það öll að þetta hús mitt hýsir miklu fleiri sálir en bara akkúrat þær sem eru hér með lögheimili. Ég er búin að eiga heima hér í litlu íbúðinni minni núna í 1 og 1/2 ár og ég get ómögulega verið ein í henni, ég bara hreinlega dey úr hræðslu. Eins og mér fannst gott hér áður að vera ein vakandi um nótt og kúra upp í sófa að glápa á sjónvarpið eða les góða bók þá er ekki nokkur leið að ég muni koma til með að þora því í þessu húsi "mínu". Langaði bara svona að deila þessu með ykkur víst að ég er ein í nóttinni núna. Með spúkí kveðjum.......
Lifið heil

fimmtudagur, mars 18, 2004

Kjarklítil tveggjabarnamóðir!

Ég er búin að fá mig alveg full sadda á því að fólk (eins og ég) sé að bauna á Bandaríkjamenn og hvað réttakerfið þeirra er meingallað og so on. Ég bara rak mig á það nú um daginn að réttakerfi íslendinga er alveg jafn gallað og eru öfgarnar í hina áttina á við bandaríkjamennina. T.d. þessi maður sem var búinn að lemja tvær sambýliskonur sínar í klessu og hóta þeim öllu illu er settur í 2 MÁNAÐA fangelsi hvar er réttlætið í því? Ég meina kom on! Ef ég geri einhvern tímann eitthvað af mér ætla ég sko að ráða lögfræðinginn hans! Hvað gerist svo þegar hann kemur úr fangelsi? Ætli hann drepi bara ekki konurnar? Honum er ábyggilega alveg sama hann þarf þá bara í mesta lagi að sitja inni í 16 ár. Prump ég segi ekki annað

Smá fréttir af mér. Ég er að sækja um og skoða skóla núna og vona að ég hafi fundið eitthvað sem gæti leitt gott af sér í mínum menntamálum. Svo höfum við verið að sækja um leyfi frá félagsmálastofnun til að verða vistforeldrar í sveit. Ég hef verið að auglýsa á Barnalandi.is og fengið þó nokkur viðbrögð. Í öllum þessum umsóknaflæði þá hef ég komist að því að þarf nú töluverðan kjark til að breyta lífi sínu svona algjörlega. Bara fann það allt í einu að ég er búin að búa í vernduðu umhverfi hér í sveitinni minni og þarf að finna gamla eldmóðinn minn aftur. Var á tímabili bara að hugsa um að salta þetta allt saman og halda áfram bara að vera "ekkert" (ekki það að vera tveggja barna móðir sé ekki eitthvað meinti bara svona starfslega séð) og láta bara peningamálin ráðast svona frá mánaðamótum til mánaðamóta en ákvað að ég myndi sjá eftir því alla æfi og barasta nenni því ekki. Svo ef ég bara dríf mig í að sækja um í skólann þá erum við trúlega á leiðinni út til Bretlands núna í haust sem er svaka skerí ævintýri fyrir eina kjarklitla fjölskyldu frá Íslandi. Svo ætla ég bara að vera ógeðslega dugleg að auglýsa sveitavistina svo ég fái nú einhverja peninga og svona.

Jæja nenni ómögulega meira að skrifa (fyrir þá sem þekkja mig þá er ég ekki í uppsveiflumaníu)
Lifið heil.