Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

föstudagur, janúar 07, 2005

Jamm
Veit nú ekki alveg hvað ég á að skrifa um í dag. Líklega væri best að mörgu leiti að hafa tölvuna útí fjósi því að þá hugsa ég mest. Þá getur maður verið að hugsa um eitthvað annað heldur en maður er að gera. Svo kemur maður inn og þá tekur annað við. Við förum í Borgarnes í gærkvöldi að horfa á brennu og flugeldasýningu sem björgunarsveitin sá um. Hef ekki farið á þrettándabrennu í Borgarnesi fyrr en þetta var bara gaman. Var reyndar ekki alveg sáttur við hvernig flugeldasýningin endaði, mér finnst að hún eigi að enda með því stærsta og flottasta en það var ekki gert. Fórum síðan á Kjartansgötuna til að fá okkur kakó og vorum þar til 10:30 og fórum þá heim. Arndís er farin að taka upp á þeim leiðinlega sið að vilja ekki fara að sofa og brölta upp úr rúminu og leika sér í rúminu okkar. Hún datt reyndar úr rúminu okkar í gær og virtist ekkert læra af því hún ætlaði að gera það sama aftur. Hún meiddi sig ekkert þegar hún datt og kannski þess vegna gerði hún það sama strax aftur. Kannski er best að fara að huga að því að fá sér eitthvað að borða.
Ég veit afhverju sturtuvagn er á tveimur hásingum en ekki tankurinn.

Spurning dagsins
Gefur þú í söfnunina í Asíu?

fimmtudagur, janúar 06, 2005

Jæja
Hér er það helst að frétta að Arndís er með útbrot út um allt á sér. Hún hefur verið hress og borðað vel og virðist líða bara vel fyrir utan smá hita. Hún byrjaði að labba í gær. Það var reyndar mjög stutt en hún stóð upp og labbaði án þess að styðja sig við. Hún er líka farinn að geta prílað upp úr rúminu sínu. Við Olla erum með einhverja hálsbólgu og erum hóstandi til skiptis. Fór í morgun og mokaði smá snjó í Ráðagerði og seti svo inn rúllu handa rollunum okkar. Eftir hádegi fór ég að ná í sag undir hestana og reyndar í safnkassann líka. Held að ég þurfi ekki að tjá mig um neitt meira núna svo ég segi bara bless.

Spurning dagsins
Var að velta þessu fyrir mér um daginn. Afhverju er tankur sem 15000 lítra er á einni hásingu en vagn sem tekur 8 tonn er á tveimur hásingum?