Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

miðvikudagur, júlí 09, 2003

Bara gat ekki orðabundist.

Ég bara varð og varð og varð að skrifa comment á það sem elskuleg sálfræðifrúin og mín besta vinkona skrifar í pistli sínum. Hún rakst á viðtöl frá '85 þar sem börn eru spurð hvað þau ætla sér að verða. Hún skrifar orðrétt:Greip niður í sorgleg viðtöl við börn frá árinu 1985 þar sem þau lýsa framtíðardraumum sínum og áformum. Stúlkurnar ætluðu jú að mennta sig til að fá góða vinnu, en vera heima þegar þær eignuðust börn eða í mesta lagi vinna hálfan daginn. Drengirnir voru líka á þessu, því mömmurnar ættu að gera innihluti og pabbinn útihluti. Margir tóku ekki í mál að þeir yrðu heima hjá börnunum, og einn ætlaði bara að skipta út konunni sinni ef hún myndi neita að hætta að vinna þegar börnin fæddust. Get ég verið sammála Sigrúnu um það að það ætti ekki að vera sjálfgefið að konan sé sú sem heima ætti að vera. En hitt er annað mál og get ég hamrað nóg á því, að ef fólk ætlar sér að eiga börn þá þarf það að vera heima hjá því. Það þarf að gefa sér tíma. Mér finnst það athyglisvert að þessa hugsun hafa þessi börn þó svo að ekki sé lengra síðan en 18 ár. Börn í dag hafa ekki þessa hugsun, þau ætla sér að eiga börn og allt það en þau ætla sér bara líka að vera forstjóri og viðskiptafræðingur á sama tíma. Við sem erum foreldrar í dag eigum að gefa börnum okkar gott fordæmi og vera heima hjá þeim. Börn eru dýrt "sport" og ef þú ætlar þér út í það þá þarftu að gera þér grein fyrir hvað það kostar bæði í peningum, fyrirhöfn og vali. Það er ekki hægt að vera bæði forstjóri og foreldri alla vega ekki að fullu starfi. Helst myndi ég vilja sjá báða foreldra skipta þessu með sér að ala upp börn sín ( t.d. gæti pabbinn unnið vissa daga vikurnar og mamman vissa daga) en veit ég vel að þóðfélagið býður ekki upp á það sem er ansi leitt, og meðan að það er ekki boði þá þarf annað foreldrið að vera heima það er svo einfalt. Mér er nokk sama hvort það sé konan eða karlinn því báðir aðilar eiga vera jafnmiklir foreldrar. Fólk hefur val það þarf ekki að demba sér út í barna sportið, guð veit að það þarf ekki að halda við mannfólki hér í heimi. Meðal þessa ber ég einstaka virðingu fyrir áður nefndi vinkonu minni því henni langar að vera að gera annað núna en að eiga börn og er því ekki að því. En Sigrún mín ef þið Ívar farið einhvern tíman út í þá framkvæmd sem barneignir eru þá vona ég að þið geri það ekki að sporti og alið sjálf upp ykkar egin börn en látið ekki ríkisreknar stofnanir sjá um það!
Lifið heil

þriðjudagur, júlí 08, 2003

Hæ hó dilli dó

Vildi bara láta alla dygga lesendur mína (ef þeir eru til?) vita að ég er að vinna núna á fullu í gagnagrunni sem ég er að skapa fyrir mig og mína mögulegu framtíðarvinnu. Þannig að þann stutta tíma sem ég get sitið fyrir framan tölvuna nota ég nú til þess arna. Því hafa skrifum mínum fækkað svo mjög og mun halda því áfram þar til að annað hvort að ég fæ nó af grunninum eða þá þegar ég hef lokið við hann. Kannski skýt ég inn einum og einum pistli ef ég er mjög pirruð og þarf að koma einhverju frá mér. En ég lofa engu um það.
En alla vega adíós sjáumst hress og ekkert stress o.s.fr.
Lifið heil