Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

þriðjudagur, október 21, 2003

Hei jó dilli dó

Dýrka bróðir minn stóra og knúsulega. Hann er búinn að bright up my life með stöðugum skriftum um kynlega kvisti og annan búfénað. Maður ætti nú að taka hann sér til fyrirmyndar og vera duglegri við skriftirnar, en það er annað hvort að skrifa eða lesa því ekki dugir rassinn í bæði. Annars þarf ég nú að fara að bæta við einhverjum linkum og svona hérna hjá mér því að það eru víst margir meiri og betri menn (en ég) með linka á mig en ég ekki á þá! Sorry gæs reyni að bæta eitthvað úr þessu.
Verð að segja fólki frá skemmtilegum fýr sem ritar hér í sína vefdagbók. Það þekkja hann nú flestir, þó svo hann hafi ekki verið útherji hjá Val eða innherji hjá KR en hann er alveg spinnigal samt sem áður, hann gengur undir nafninu dr. Gunni og er tónlistar séní og spekúlant. Hann er að upplifa núna það sem ég er búin að upplifa einu sinni og Sveinn er að fara upplifa núna á næstu dögum. Sem sagt Gunni var að eignast sinn fyrsta erfingja. Sögur hans um þau samskipti feðga og hjóna eru hreint út sagt gargandi snilld ég held að ég hafi sjaldan eða aldrei lesið neitt eins skemmtilegt. Verð að hafa þetta stutt núna rassgatið að drepa mig.
Lifið heil.