Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

miðvikudagur, júní 16, 2004

Margt að gerast
Sveinn ritar

Það eiginlega bara allt að gerast á Ferjubakka(torfunni) um þessar mundir. Fyrst ber að segja frá því að krakkarnir eru komnir í sveit til okkar Ollu og svolítið mömmu og pabba líka. Það gengur bara mjög vel fyrir utan að strákurinn meiddi sig á putta áðan og þurfti að fara til læknis til að láta sauma. Sindri (strákurinn) meiddi sig í gamalli skemmu sem við erum að rífa, sem er eitt enn sem er að gerast núna hér á bakkanum. Í gær kom hér svo gámur sem við settum búslóð frá frænda mínum í fyrir 3 eða 4 árum síðan. Hann var búinn að vera í tómu rugli með þetta, borgaði ekki leigu og stóð ekki í skilum, svo það endaði með því að pabbi keypti gáminn til að nota sem geymslu og draslið með. Það gerðist í gær sem hefur nú ekki oft gerst áður að það var komið með lamb hingað sem hafið verið keyrt á. Eftir að það kom í ljós að eigandinn var í útlöndum og lambið alveg máttlaus að aftan var ekkert annað að gera að lóga því. Ég er ekkert rosalega glaður með það að börnin sem eru hér borða mikið meira en ég um þessar mundir. Já svo stendur til að fara að slá í kvöld eða morgun, eða bara þegar kemur góður þurrkur. Jæja það er líklega best að hætta þessu og fara að ganga frá því sem Olla kom með úr búðinni áðan því hún fór í Borgarnes með Sindra (og ég því inni með Arndísi).
Kveðjur með allt á fullu fyrir hönd fólksins í neðri hæðinni Sveinn.