Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

laugardagur, apríl 10, 2004

Ding, dong the witch is dead.

Margt sem fer í taugarnar á mér þessa dagana. Ýmsir kækir, gjörðir og hvernig fólk talar sem er að pirra mig. Svo pirrar það mig líka hvað fólk nennir endalaust að vera í stríði, og hvað Bandaríkjamenn eru miklir fávitar og hvað Bush er heimskur, Davíð feitur og Halldór gjörsamlega steinrunnin slepja sem allt étur eftir Bush. Ég skammaðist mín um daginn fyrir að vera Íslendingur. Aldrei í mínu lífi hefur slíkt hent mig, það var eftir að Halldór kynnti utanríkisstefnuna sína. Hún var bara bergmál frá Bandaríkjamönnum sem hefur borist með óhagstæðum vindum og straumum hér upp á strendur þessa litla lands. Ég bara trúði ekki mínum eigin eyrum, Ísland styddi þessa dómadags vitleysu. Af hverju hafa vorir stjórnmálaleiðtogar ekki nógu mikið bein í nefinu til að rísa upp og segja við styðjum ekki stríð alveg sama frá hverjum það er komið. Við viljum ekki leggjast niður á þetta sama lága plan og Bandaríkjamenn, við erum betri!

Það rignir en mér líður samt vel, óvenju glöð eitthvað þó svo votti fyrir vor-pirringi ennþá. Mikið farin að spá í andlegu hlutina aftur, enda tími til kominn var að verða vitlaus á þessu veraldlega kjaftæði. Mikið hvað það hentar mér ekki að taka þátt í þessu samfélagi sem ég er þó hluti af. Mig dreymir um að búa einhverstaðar upp í afdölum með minn kall og krakka og elda af hlóðum og lifa á landsins gæðum. Sitja í grasigróni brekku um sumar og hlusta á náttúruna. Gleypa þetta í sig með öllum skilningravitum. Ég þarf eitthvað svona, það versta er að ég þarf fólk líka. Mér finnst ágætt þegar fólk kemur í heimsókn því mér finnst svo gaman að vera gestgjafinn, mér finnst gaman að elda og þjónusta fólk, en mér finnst líka gaman að fá eitthvað af þeirri þjónustu til baka og vera boðin líka til annars fólks. Það mætti eiginlega segja að ég sé klofinn persónuleiki og það er sko ekkert grín að ná jafnvægi á milli þessa persónuleika minna. Ég samt þrífst ekki ef ég fæ ekki að hlaða batteríið mitt og það geri ég með því að leita í andlegu hlutina. Heila mig og aðra og bið bæna, íhuga og hugleiði og les annað fólk. Tala við leiðbeinendur mína og tengi mig inn á önnur svið, aðrar tíðir. Ég svíf á braut.
Lifið heil.

mánudagur, apríl 05, 2004

Dauði komdu fljótt.

Ég er að drepast, samt ekki en vildi að ég væri það frekar en að vera með þetta helvíti. Ég er með beinverki, niðurgang, hita, túrverki, hósta, slen og bara svona almenna vanlíðan. Svo náttúrulega ofan í þetta allt saman er ég með samviskubit yfir því að vera veik því ég ætti að vera að mála stofuna eða alla vega að nýta mér þennan frábæra þurrk úti og grynnka svolítið á fjallinu í óhreinatausdallinum. Var í fermingu í gær þar sem annað af tveim fermingabörnunum var með gubbupest. Greyið búinn að hlakka til og svo bara vera lasinn og geta ekkert verið með í þessu. Ef ég hefði verið presturinn hafði ég geymd að ferma barnið þangað til í næstu posjón sem er á fimmtudaginn. Hann hafði þá alla vega geta munað ferminguna sjálfa þó svo að veisla væri farin fyrir bý.

Veit ekkert hvað ég á að segja. Finnst ég þurfa að vera svo málefnaleg og gáfuð í það minnsta fyndin og skemmtileg, gleymi því alveg að ég er engan vegin að rita hér inn fyrir aðra heldur einungis fyrir sjálfa mig. Bara bónus ef aðrir lesa þetta því ég er nú með smá show þörf. Varð svoldið fúl út í litlu systur mína í gær. Var búin að biðja hana að syngja í brúðkaupinu okkar Sveins næsta sumar, var nú samt ekkert farin að nefna nein ákveðin lög við hana enda 1 og 1/2 ár í brúðkaupið en við Sveinn samt aðeins farin að spá í lagaval og svona. Nei haldiði ekki að hún hafi sungið tvö af þeim lögum sem við vorum búin að láta okkur detta í hug í fermingaveislunni í gær!!! Ég varð frekar spæld verð að viðurkenna það. Þannig að núna er eiginlega alveg ómögulegt að nota þessi lög í giftingunni Damn Damn.

Við Sveinn vorum að tala um það í gær hvað okkur vantaði að fara og gera eitthvað skemmtilegt, þá bara við tvö. Höfum yfirleitt farið á afmælinu hans á Hótel í eina nótt og út að borða og eitthvað skemmtilegt og vorum við að hugsa um að fara í svona spa núna og láta dekra við okkur en þá náttúrulega kemur það til að það eru mikil útgjöld núna fermingar, stórafmæli, bíllinn þarf að fara í viðgerð og fleira þannig að við sjáum okkur bara ekki fært að eyða í okkur enda erum við líka að safna fyrir brúðkaupinu. En þessi eini atburður hefur eiginlega haldið okkur á floti allt árið og okkur hlakkað mjög til en núna er það sem sagt ekki hægt og við erum því að deyja. Pirrumst alveg hrikalega mikið útí hvort annað og erum að verða vitlaus á börnunum. Þannig að mér datt í hug að lána mömmu og pabba börnin í eina nótt eða svo og við værum bara hér heima í hótel hugleiðingum.......ummm rómó Couple In Bed Jæja hef þetta ekki lengra að sinni
Lifið heil