Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

þriðjudagur, janúar 08, 2008

Pólitík er leiðinda tík

Jæja þá er farið að reyna á mann í nýja starfinu. Það virðist skipta gríðarlegu máli hvern þú þekkir og hvernig þú þekkir hann og hvernig þú getur notað hann þér til framdráttar. Svo má nú ekki gagnrýna fólk (þ.e. gagnrýna á málefnalegan hátt með kurteisi og snert af virðuleik fyrir viðkomandi) nema að þú sért nú örugglega búinn að festa þig í sessi sem persóna (sem ég hélt nú reyndar að gerðist við fæðingu hvers og eins, en kannski er miðað við póltíska fæðingu?) því þá er ekki tekið mark á því sem þú segir og nánast drullað yfir mann (ekskjús mæ frens) því þú ert nú bara ný og veist ekkert um málið þó svo staðreyndir málsins blasa við alþjóð!
Jæja jæja það verður nú að fyrirgefa þessum kerfiskörlum þeir eru nú stundum svolítið takmarkaðir og ég þarf að læra mál þeirra svo þeir skilji mig.

Ég held samt þegar ég er búin að byggja um skrápinn sem allir forverar mínir segja nauðsynlegan þá muni ég fara að njóta þessa starfs virkilega. En það reynir sannarlega á að standa á sínu og bakka ekki sem ég því miður hef nú staðið mig að þegar úldin kerfiskarl nánast sleppir sér yfir mig. En ég hef lært af biturri reynslu að segja ekkert "opinberlega" nema með konkrítis staðreyndir mér til halds og trausts og er það eina sem virkar. Ég veit samt nú ekki hvort ég leggi pólitíkina fyrir mig þótt svo hún togi og heilli mig töluvert. Ég held að hún drepi kannski aðra þætti í mér t.d. sköpunargleðina því kerfið getur nánast gengið af manni dauðum og fyrir manneskju einsog mig þar sem allt þarf helst að gerast í gær þá getur þetta lamað skapandi hugsun jaahh eða bara lamað mann frá toppi til táar.

Jæja þá er ég nú búin að væla svolítið yfir fyrstu hnökrum nýja starfsins. En af öðrum fréttum. Fengitíð fer að ljúka hér á bæ þ.e. hjá rollunum veit ekki hvort Sveinn myndi samþykkja það ef ég lokaði sjoppunni á hann?! Gesta kindurnar fara fljótlega til sinna heima og höfum við notið að hafa þær í heimsókn og mest hefur Litli Móri notið þeirra og vonandi bera þessir dagar góðan ávöxt þegar lýður á vorið.
Allir heimilismeðlimir fóru til Reykjavíkur til að syrgja jólahátíðina með báli, flugeldum og góðum mat hjá bróður mínum og hans ekta fröken (ekki orðin frúin hans enn) og var þetta algerlega frábært og þakka ég hér með þeim skötuhjúum og fallegu dóttur þeirra fyrir frábæra gestrisni og verst þótti mér að bróður mínum elskulegum varð svo um heimsókn okkar að hann lagðist í bælið og liggur þar enn að ég best veit.
Fleira er nú varla fréttnæmt alla vega ekki fyrir augu veraldarvefsins
Lifið heil