Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

föstudagur, júlí 25, 2003

Hum, hum, hum

Pælingar hingað og þangað hjá Sigrúnu og Evu Rós sem vert er að skoða. Ég segi fyrir mitt leyti að ég á nóg með sjálfan mig og er að reyna að vinna í því að gagnrýna ekki aðra. Mig langar rosalega til að bjarga öllum heiminum. Ég geri mér þó fulla grein fyrir því að það er lífsins ómögulegt en ef ég get "bjargað" einum í þessu lífi segi ég að tilganginum sé náð. Ég er hins vegar svo reið út í samfélagið vegna þess að það gerir meiri og meiri kröfur til einstaklingsins og æ fleiri einstaklingar eiga erfitt með að fóta sig og passa inn í þessar kröfur. Er þá ekki eitthvað að? Ég ætla að reyna einsetja mér samúð og tilitsemi í garð náungans og ég vona að ég geti haft áhrif á fleiri. Ég ætla að breyta samfélaginu með því að breyta mér, því samfélagið er ekkert annað en allt fólkið sem deilir landinu og heiminum saman. Þessi firring verður að hætta því annars endar þetta með ósköpum. Mig langar að hjálpa að fá fólk til að skilja og sjá að dauðir hlutir, völd og peningar er ekki það sem vert er að sækja eftir. Tilitsemi, samúð og hjálpsemi er það sem við ættum öll að tileinka okkur sama hvað það kostar. Að hjálpa náunganum án þess að ætlast eftir nokkru í staðin er það sem gefur lífinu gildi, og viti menn maður fær það borgað, ef ekki hér þá í æðrivistarverum. Það er eins og menn hér geri sér ekki grein fyrir því að við þurfum að standa skil á þessu lífi hér sem við lifum nú er við snúum aftur til næsta stigs. Ég hef enga trú á stríðstólum, ég hef enga trú á mengunarvörum nútímans, ég hef enga trú á lyfjunum sem við bryðjum samkvæmt læknisráði daginn út og daginn inn. Og vitiði hvað það er fullt af fólki sammála mér í þessu. Af hverju haldið þið að við séum farin að leyta æ meira í lífrænt ræktaðar vörur? Af hverju haldið þið að fólk sé að verða meira meðvitað um hvað það setur ofaní sig og spreyjar í kringum sig? Vegna þess að fólk er að gera sér grein fyrir því að jörðin er ekki endalaus lynd sem við getum sótt í við erum að verða búin að menga hana, sprengja hana og tæta hana af okkur og hvert förum við þá?
Spáið í því og spáið í að "ÞÚ" hefur það ekki endilega verst í heiminum!!
Lifið heil.