Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

fimmtudagur, janúar 29, 2004

Eftir fýlu
Undirritaður fór til rvk í gær til tannlæknis og með bílinn í skoðun og smáviðgerð. Vaknaði bara á fjósatíma og lagði af stað til rvk með smá stoppi í borgarnesi. Var að sækja um að fá peninga því maður getur víst fengið gleraugnastyrki nú til dags og ég nýbúinn að skipta um svoleiðis. Allt gott og blessað með það og gerist svo ekkert fleira fréttnæmt á leiðinni til rvk. Fer með bíllinn á verkstæðið og þar tekur herra fúll á móti mér og segir að bíllinn verði tilbúinn seinnipartinn. Þá fór ég bara til tansa því ég hafið hvorki löngun né þörf til að versla eða gera eitthvað annað. Þar tek ég Andres önd blöð og leggst í sófann og fer að lesa. Mér til mikillar undrunar er mér bara sagt að koma í stólinn (átti ekki að mæta fyrr en eftir 2 tíma). Eftir þá kvöl sem tannlæknar eru alltaf fer ég og fæ mér að borða og fer svo til Ara, sem var að laga íbúðina hans Jóhannesar sem á að fara að selja. Um 3 leitið fer ég að ná í bíllinn (held ég). Þá er mér sagt að hann sé ekki tilbúinn svo ég fæ mér sæti í stól og bíð í ca 2 tíma. Þá er herra fúll á móti heim til sín án þess að segja neitt um bíllinn. Stuttu seina rölti ég út að glugganum og sá blasir bíllinn þar við mér. Þegar ég svo spyr hvort bíllinn sé ekki tilbúinn þá er mér sagt NEI OG HANN VER?UR EKKI KLÁRA?UR Í DAG. Beit ég þá verulega fast í tunguna á mér til að segja ekki álit mitt á fúlum á móti. Fór ég þá reiður heim á bílnum sem ég fékk þó til að komast heim. Ágætis bíll fyrir utan slæma dempara og bara nagladekk að framan en vann samt skemmtilega. Vaknaði svo í fýlu í morgun en hún fór af eftir annasaman dag hér heima, færa kálfa og fleiri skemmtileg sveitastörf. Segi bara eins og Konráð (bóbó) fundi slitið bless
Sveinn

mánudagur, janúar 26, 2004

Varð að tjá mig eða gubba ella.

Var að lesa þessa síðu og varð svo döpur og leið yfir sorglegum og barnalegum skoðunum þessa kvenna. Af hverju þarf fólk að láta svona? Ég er ekki að segja að fólk eigi ekki rétt á því að tjá sig um hvað sem því liggur á hjarta en ég get með engu móti skilið að einhver sé svona bitur og reiður. Eitt viðkvæði sem ein þessara kvenna hafði ef einhver lýsti hneigslun sinni var "farðu bara ekki að grenja". Ég hef nú aldrei talið það til lýta fyrir einn eða neinn að gráta ef eitthvað bjátar á og er alveg víst að ég mun fella nokkur tár fyrir þessar konur því svo sannarlega bjátar eitthvað á hjá þeim!
Lifið heil.

sunnudagur, janúar 25, 2004

Áframhald á hugarleikfimi

Ég hef oft hugsað um lífið og ég hef einnig oft hugsað um dauðan. Einsog margt annað í sambandi við mig þá trúi ég ekki, heldur veit ég. Ég til dæmis veit að þegar ég fer úr þessu tíðni sviði þá fer ég á Astralssviðið, og kallar fólk það yfirleitt að deyja. Þegar ég fer af Astralsviðinu til að endurtaka jarðvist mína hér (vegna hugsanlegra mistaka eða ógreidda reikninga) þá kallar fólk það þar að deyja. Ég á mér mark mið og er það að komast hærra á tíðnisviðunum, sem sagt mig langar til að verða ljósvera. Fyrir þá sem skilja ekki hugtakið ljósvera þá er ein þannig vera verið hér á jörðu í svo sem 30 ár og náði að gera sig þó nokkuð fræga. Í almennu tali köllum við þá ljósveru Jesú.

Þið haldið náttúrulega að ég sé nú endanlega orðin kexrugluð og eruð trúlega komin með símann í hendurnar til að hringja og panta fyrir mig pláss á kleppi. En þessa útskýringu þurfti ég að koma með sem formála til þess að geta skýrt frá því sem ég ætla að segja frá nú.

Eins og ég sagði áðan þá trúi ég ekki, ég veit (og þá meina ég ekki að minn sannleikur þurfi að vera sá sami og þinn). Ég veit að það er til fullt af geðveiku fólki í heimunum, ég er ein af þeim. Ég veit hinsvegar léka að geðveiki er samheiti sem mennirnir fundu upp til að útskýra hegðun og gjörðan hjá fólki sem þeir gátu ekki skýrt með öðru móti. Ég segi að það er ekki til geðveiki, heldur tel ég menn vera í mismunandi statt búna til að takast á við þetta líf sem þetta tíðnisvið býður upp á. Þegar maður er búin að vera á stað sem gefur manni svo mikinn kærleik og visku og ekkert illt getur þar þrifist þá er ansi erfitt að koma hingað "niður" í alla þessa óvissu, grimmd og ljótleika. Það er líka erfitt að takast á við allt það sem fyrir mann bar í fyrri lífum (og maður jafnvel gerði sjálfur) og leiðrétta hér og nú. Þetta er nóg til að gera hvern mann "geðveikan". Flest kjósum við að bæla og þagga niður þessa rödd sem fylgdi okkur í þetta líf (í daglegu tali köllum við hana undirmeðvitun) en endrum og eins lætur hún á sér kræla og endrum og eins ráðum við ekki við hana hún brýst út og okkar takmarkaða geta til að lesa úr henni breytist í vitfirsku. Við komum öll hingað til að gera eitthvað, við komum öll með verkefni sem við þurftum að leysa og próf sem við þurftum að standast. það að geta ekki vitað hvað maður á að gera en vita þó að maður á að vera gera eitthvað og jafnvel eitthvað annað en maður er akkúrat að fást við þá og þá stundina er nóg til að gera hvern mann þunglyndan. Maður hugsar og hugsar og veit að maður á standa sig betur maður bara veit ekki í hverju. Ég veit að geðsjúkdómar eru vitundarvakning en takmarkaður heili okkar ræður ekki við það. Samfélagið býður ekki upp á það að maður sé þroskaður og þjálfaður til þess að leysa verkefnið sitt (eins og einn góður maður sagði for craying out lout við höfum ekki einu sinni fattað stone hange enn þá hvað þá meira) Geðveiki er næsta stig fyrir neðan vitundarvakningu ég vona að við gerum þetta ekki of erfitt fyrir okkur með því að dópa okkur svo að við getum ekki heyrt í litlu röddinni sem við komum með með okkur í þetta ferðalag okkar hingað í þessa vídd.
Lifið heil.