Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

laugardagur, apríl 01, 2006

Aulahrollur

Stundum fæ ég bjánalegan aulahroll þegar ég hugsa um íslenska ríkið, nei það er ekki rétt, ég fæ alltaf bjánalegan aulahroll þegar ég hugsa um íslenska ríkið. Mér finnst þetta fólk sem stjórnar svo firrt og veruleika skert að það er ekkert lítið. Fyrir svo sem 10 árum var Ísland bjartasta vonin í heiminum. Voru að verða með þeim ríkustu, voru með besta heilbrigðiskerfið, góða skóla á öllum stigum mennta, atvinnuleysi lítið og fátæk varla til. ísland náði ekki að verða neitt meira en efnilegt því nú 10 árum seinna er bara allt að fara til fjandans. Við lepjum upp drulluna frá Bandaríkjamönnum og kinkum kolli í fyllsta þakklæti þegar þeir láta einn brauðmola falla af sínu "allsnægta" borði. Við getum ekki einu sinni mótað okkar eigin stefnu í varnarmálum landsins. "Nei við höfum enga þekkingu á því að að búa til varnaráætlanir, en við munum vissulega koma með punkta um það sem við höldum að sé nauðsynlegt fyrir landið." Þetta sagði hæstvirtur utanríkisráðherra í fréttum sjónvarps fyrr í vikunni þegar hann var spurður að því hvort íslenska ríkið myndi koma að gerð varnaráætlunar. Ég bara spyr: eru þið hálfvitar? Ætlið þið virkilega að láta annað ríki út í heimi semja varnaráætlun fyrir landið okkar???? Og hefur engum dottið það í hug að það sé kannski ekkert sniðugt að vera í aftaní-dingli við Bandaríkin? Að það sé hreint og klárt hættulegt? Það eru engir Arabar og muslimar í fýlu út í Ísland, en það er nóg af þeim í fýlu út í Bandaríkin!?

Mér lýður oft eins og ég búi í mauraþúfu. Og í stað þess að vinna saman sem ein heild þá hlaupa allir um í óðagoti og reyna að ota sínu og tota í eigin horni. Skemma jafnvel fyrir hinum í eigin framagirni. Heimurinn í dag er ekki öruggur staður til að vera á, það er bókað. En eigum við ekki að standa saman sem ein heild og vera sjálfstæð. Lifa eftir draumi mannanna sem börðust fyrir sjálfstæði okkar? Við erum svo upptekin af sjálfum okkur og eiga fyrir flotta húsinu og dýra bílnum að við tökum ekki eftir hvað er að gerast í kringum okkur. Vissuð til dæmis að Íslenskir unglingar, þá sérstaklega drengir, eru mörg hver að lesa um 100 orð á mínútu? Það er rétt svo stautfært. Íslensk ungmenni hafa ekki orðaforða til að geta tjáð sig opinberlega. Og ef maður hugsar út í það er þetta svo deginum augljósara. Fullorðna fólkið hefur engan tíma til að tala við börnin sín og láta skólana sjá um það, þar er íslensku kennsla skorin niður því það þarf að eiga fyrir nýrri kárahnjúkavirkjun og flottu listaverki fyrir framan stjórnarráðið, svo hlusta krakkarnir á útvarpsstöðvar eins og fm957 þar sem orðaforðin einskorðast við að vera hress, kúl, æðislegur og geðveikur. Ungt fólk les ekki dagblöð, né hlustar á fréttir eða tekur þátt í þjóðfélagslegum umræðum. Það umgengst annað ungt fólk og lærir af því, eggið kennir egginu sem sagt. Þetta er kynslóðin sem tekur svo við öllu draslinu eftir 40 ár! Kannski við ættum bara að gera göng strax til New York og gera okkur að fylki í Bandaríkjunum, erum hvort sem er á góðri leið þangað.

Er einhver hissa á því að ég fái bjánalegan aulahroll þegar ég hugsa um Íslenska ríkið?

Lifið heil

föstudagur, mars 31, 2006

Bændur eru þeir aular samtímans?

Í dag er allt til, ungt fólk getur orðið allt sem hugurinn girnist. En er hægt að verða bóndi? Skoðum það aðeins nánar. Ef ungur einstaklingur ákveður að verða bóndi í dag þá þarf hann fyrst að kaupa sér jörð. Þegar því er lokið þarf hann að kaupa sér kvóta (gefum okkur að hann kaupi húsakost með jörðinni), því næst þarf hann að verða sér út um bústofn og þegar þessu er öllu lokið þá getur hann farið að framleiða. Hann stritar í sveita síns andlits og hefur mikinn metnað. Hann fylgist vel með nýungum og prófar ýmislegt í þeim efnum til að framleiða betra kjöt og mjólk en nágranninn. Hann reiknar nákvæmlega út hversu mikið hann þarf að bera á túnin sín, hann ræður fólk í fjallagrasa tínslu til að bæta við heyið svo mjólkin verði heilnæmari, hann sérræktar upp tún með jurtum eins og refsmára og vallafoxgrasi, hann hefur grænfóðursakur sem hann velur í jurtir sem hann telur að séu betri en aðrar. Hann leggur mikla vinnu og kostnað í býlið sitt allt til þess að verða með sem besta markaðsvöru. En svo kemur að því að mjólkurbíllinn kemur til að hirða mjólkina og hvað gerist þá ?nei því miður væni, þín mjólk er ekkert merkilegri en mjólk nágrannans, þú hefur ekkert val, þú getur ekki selt mjólkina þína neitt annað og þú getur vissulega ekki selt hana sjálfur eða markaðssett hana sjálfur, sorry félagi!? Sama saga endurtekur sig þegar kemur að slátrun. Dilkarnir hans eru teknir og slátrað og svo eru afurðirnar skornar niður og allir skrokkar settir í eins pakkningar og engin leið fyrir kúnnann að kaupa af þessu metnaðarfulla bónda.

Allstaðar annarsstaðar í þjóðfélaginu er samkeppni. Hún þykir af hinu góða. Fyrirtæki leggja meiri metnað til að vera með aðeins betri vöru en hitt fyrirtækið sem býður sambærilega vöru. En í bændastéttinni ríkir einn fyrir alla og allir fyrir einn, eða svo gott sem. Ég hef frábæra hugmynd af markaðsetningu kindakjöts, ég vil ekki deila hugmynd minni með neinum öðrum því ég vil náttúrulega geta notið góðs af því að hafa lagt vinnu mína og tíma í að þróa þessa hugmynd. Einnig þróa ég vöruna eftir markaðshugmyndinni. En svo kemur babb í bátinn ég má ekki vinna vöruna mína sjálf þ.e. ég má ekki slátra sjálf og pakka kjötinu mínu og selt það svo til þess markaðar sem ég hef sjálf kosið að senda vöruna mína á. Það bara má ekki! Þannig að öll sú vinna sem ég hafði lagt í að þróa vöruna væri fyrir bí og markaðshugmyndin væri ónýt. Það versta er að bændum samtímans virðist standa á sama. ?Já já það er fínt að fá beingreiðslur frá ríkinu og í staðinn setja mjólkina mína með allri annarri mjólk á landinu og láta svo stórfyrirtæki sjá um að búa til og markaðssetja vöru, úr mjólkinni, og hirða svo náttúrulega allan gróðann líka. Pabbi gerði þetta og afi og það hefur virkað í öll þessi ár, best að vera ekkert að breyta út af vananum.? Væri ekki frekar ráð að mega framleiða sína eigin vöru, markaðssetja hana sjálfur og fá svo gróðann líka? Nota þann pening sem færi í kvótaverð í að markaðsetja vöruna? Vera sinn eigin gæfu smiður ekki sigla bara þann lygna sjó sem einkennir landbúnað Íslands í dag? Haldið að vínbændur í Napadalnum væru ánægðir með það að það kæmi bara vínbíll tvisvar í viku og safnaði saman öllu víni í Kaliforníu og keyrði til fyrirtækis sem borgaði öllum vínbændum sama verð á lítrann og stór græddi svo sjálft á því að selja dýr kaliforníu vín út allan heim? Alveg sama hversu mikinn metnað eða lítinn viðkomandi bóndi legði í sína framleiðslu?

Þetta ástand í Íslenskum landbúnaði er náttúrulega bara fáránlegt. Ef ungur maður yrði bóndi í dag hefði hann nánast ekkert um það að segja hvort hann geti stórgrætt á því eður ei. Hann verður áskrifandi á laununum sínum frá íslenska ríkinu og hefur sama sem ekkert um það að segja hvað verður um framleiðsluna sína. Halda þeir sem halda um stjórnartaumana að þetta sé aðlaðandi starfsumhverfi fyrir íslenskt ungmenni? Langar fólki að verða bóndi og að strita til að aðrir geti grætt á afurðunum þeirra?
Eru bændur ekki bara að láta fífla sig? Eru þeir ekki bara aular samtímans? Ég held það.

Lifið heil