Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

þriðjudagur, febrúar 26, 2008

Stress-andleysi

Andleysi mitt er algjört þessa dagana og virðist hafa náð hámarki í dag. Veit ég vel hvað veldur en ég er að farast úr stressi yfir Lifandi landbúnaðar námskeiðunum sem ég er að reyna að koma saman. Stress kemur yfirleitt svona út hjá mér, það hreinlega sloknar á kerfinu með tilheyrandi lægð.
Við Binninn fórum í höfuðborgina í dag og heimsóttum barnabeinabæklunarlæknir Sigurveig að nafni. Binninn hefur kennt sér meins í fótleggjum og hnjám og þótt rétt að skoða það vel og vandlega. Niðurstaðan var sú að hann heilsuhraustur og kraftmikill verðandi átta ára drengur og virðist vera að fótleggirnir ætli ekki að verða honum fjötrar um fót (ohh ég er svo mikill orðasnillingur og fyndin !!) en hann á að passa tækklingarnar í fótboltanum. Svo fórum við að sjálfsögðu aðeins í búðir og leiðbeindi Binninn mömmu sinni í fatakaupum reyndar fannst mömmunni drengurinn tala helst til hátt þegar hann sagði "mamma komdu það er ekkert í þinni stærð hér....".

Fleira svo sem að frétta en ég bara nenni hreinlega ekki að segja frá því svo ef þið eruð forvitin verðið þið bara að koma í heimsókn :)
Lifið heil