Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

föstudagur, apríl 22, 2005

Æðislegt vorveður.

Ohh þvílík blíða hefur verið alls ráðandi nú sl. tvo daga og litla breytinga að vænta. Ég er gjörsamlega ofvirk, bæði hugur og hönd eru á flegiferð. Ætlum að pota útsæðinu niður á mánudag og svo fara rófurnar niður von bráðar, þær eru nú að vaxa í gróðurhúsinu. Ég geri fastlega ráð fyrir að fyrsta rollan fari af stað innan viku eða tíudaga, sýndist það á júgurmynduninni. Við mæðgur njótum þess að fara út saman og sitjum hjá rollunum og förum í gönguferðir á meðan Sveinn og Binni keyra skít. Svo langar mig nú að fara að fá stikklinga hjá gömlu hjónunum á Borgum og fara að byrja á útivistarsvæðinu sem við höfum verið að skipuleggja í samstarfi við hina bæina hér á torfunni. Svo margt sem manni dettur í hug að gera hérna í sveitinni. Verst þykir mér hversu ruslaralegt er hér, en á morgun ætlum við Arndís að labba meðfram nálægðum girðingum og tína rusl og plast af þeim. Ætlum að taka eina stelpu í sumar fyrir utan stelpurnar sem verða í vist hjá okkur annars ætlum við ekki að taka félagsmálabörn í sumar. Eins mikið og okkur langaði til þess þá er því miður bara ekki pláss hjá okkur. Ætlum að drýgja tekjurnar með slætti upp á Hvammi (eða Sveinn öllu heldur) og svo fá þessa einu stelpu í vikutíma eða svo. Annars verður bara að herða sultarólina (eins og allir sjá þá erum við á hornippunni hehehe) svo verður farið í húsið í haust. Jæja læt þetta duga að sinni, gleðilegt sumar elskurnar.

Lifið heil.

miðvikudagur, apríl 20, 2005

Síðasti vetrardagur.

Já það er bara komin síðasti vetrardagur. Þetta hefur nú verið ansi fljót liðin vetur, enda svo sem margt sem hefur verið baukað. Svo er bara sumarið fram undan með blóm í haga, mikið verður það nú indælt. Annars fer nú sauðburður að byrja fljótlega á Ferjubakka, við erum farin að auka ferðirnar úteftir, en það er nú engin sem virðist vera komin fast að burði. Sveinn er búinn að sá í gróðurhúsinu og nú förum við fljótlega að prikla, útsæðið verður keypt í vikunni og holað niður eftir helgi. Svo fer skítakstur fljótlega af stað. Það er svo gaman í sveitinni á vorin, svo margt sem er haft fyrir stafni. Tjaldurinn sást niðri á túnum í dag svo nú bíðum við bara eftir hrossagauknum og þá er vorið formlega komið, Lóan er fyrir löngu komin og kvað burt snjóinn. Jæja ég vona að það taki nú allir vonglaðir sumrinu í mót.

Lifið heil.