Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

þriðjudagur, desember 09, 2003

Martröð húsmóðurinnar

Brjálað að gera, eiga tvo börn ( og annað þar að auki á brjósti) og halda jól er bara too much. Er búin að vera að baka og skúra skrúbba og bóna og náttúrulega að gefa barninu inn á milli hef ekki einu sinni getað greitt á mér hárið hvað þá meira. skil ekkert hvernig sumar konur fara að þessu. Þær baka þrífa og allt á nó tæm og eiga fjóra til átta krakka og sofa fram að hádeigi og leggja sig um miðjan daginn og samt er alltaf fínt hjá þeim og alltaf ný upp vaskað, og ekki er að spyrja að því að auðvita lýta þær út eins og súber mótel. Hvernig er þetta hægt mér finnst ég vera að allan daginn samt kemst ég ekki yfir helminginn af því sem þessar súber mömmur gera. Og ekki til að tala um að maður hafi tíma fyrir sjálfan sig. Ég er nú samt langt komin með baksturinn (þ.e. það sem karlinn étur ekki jafn óðum) og svo erum við búin að kaupa allar jólagjafirnar. Mér finnst það skipta töluverðu máli. En ég er búin að lofa mér því að ég ætla ekki að láta jóla "stressið" éta mig upp og hafa það næs með fjölskyldunni á aðventunni þó svo að það kosti að það sé einni smákökusortinni minna og ekki verði haldin jól inn í öllum skápum heimilisins.
Lifið jólin heil.