Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

miðvikudagur, desember 08, 2004

Fjármál.
Í gær þá var ég mikið að spá í framtíðina og peninga. Það gerði í fjósinu þar sem ég hugsa hvað mest og tala hvað mest við foreldra mína. Mér reiknaðist til að til að ég gæti keypt jörðina á eitthvað í kringum 40 millur. Til að borga svo há upphæð verð ég að taka lán. 4o Millur deilt á 40 ár gera um milljón á ári. Milljón á ári deilt með 12 þá er kominn mánaðargreiðsla hugsaði ég. Milljón deilt með 12 eru ca 9 eða rétt rúmlega. Segjum þá að það séu hundrað þúsund á mán til að þekka vexti og svoleiðis. Þetta er hinsvegar ekki sá raunveruleiki sem við lifum í því ef þú tekur lán uppá 40 millur þá ertu að borgar til baka eitthvað um 84 millur. Þetta segja menn að séu 4.15% vextir. Ef ég þarf að borga helmingi meira til baka en ég fæ þá myndi ég segja að þetta væri hundrað % vextir en það er bara mín skoðun.

Sá hreingerningaráhugi og kraftur sem var fyrir ælupest fór með henni í klósettið og fötuna sem ég ældi í. Var að byrja á því að klippa kálfana áðan og byrjaði það ekkert sérstaklega vel því einn þeirra sparkaði beint í hnéð á mér. Náði samt að klippa 2 eitthvað en það var nú ekki mjög fagmannleg vinnubrögð enda hef ég aldrei gert þetta áður. Hrúturinn komst í rollurnar í dag og hann fékk bara að vera þar enda er ekki nema vika þangað til að við ætluðum að hleypa til. Tók systir hans og setti hana þar sem hrúturinn var því hún á að fara upp í Efstabæ til hrúts þar.

Látum þetta þá gott heita því ég þarf að fara að sækja Binna núna í leikskólann.

Bless bless
Sveinn

þriðjudagur, desember 07, 2004

Jæja þá
Hér er það helst að Olla er á fullu í að lesa fyrir próf. Arndís er með kvef og hóstar talsvert, Binni í leikskólanum og ég að blogga og fleira. Áðan var ég að reyna að stilla stöð 2 inn og er kominn með nokkuð góða mynd en það er það mikið suð að maður getur ekki hlustað á það. Var að reyna að hringja í stöð 2 en það er bara á tali þar. Ætli sé ekki leiðinlegt að vinna á svona skiptiborði og var að segja það sama við fólk allan daginn allt árið? Hér er jólaundirbúningur litið byrjaður fyrir utan að það er búið að kaupa slatta af jólagjöfum. Olla er mikið betri í því en ég enda með betri æfingu en ég. Hún á þrjú systkini sem hún þarf að gefa en ég bara eitt. Var að ná í upplýsingar fyrir gróðamaskínuna okkar Ollu áðan. Vorum kominn með mjög góða hugmynd að okkur finnst. Tveir aðilar að borga fyrir sama hlutinn hi hi. Bara einn galli og það er að geta ekki alltaf gert það sem manni dettur í hug þegar manni dettur það í hug. Það er gott að því leiti að annars væri maður með 50 hálfkláraða misgáfulega hluti. Ef hugmyndin er góð þá skýtur hún upp kollinum aftur og aftur þangað til að henni er ýtt í framkvæmd. Látum þetta gott heita núna ætla að fara að drekka og hringja aftur í stöð 2.

Kveðjur frá Ferjubakka 2
Sveinn