Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

miðvikudagur, júlí 30, 2003

Sumar og sól, gleðileg jól

Jæja þá er stóra summan á leiðinni í pósti. Eva líkir þessu við jólin og get ég verið vel sammála því. Annars var ég búin að skemma skemmtunina hjá mér með því að láta reikna þetta allt saman út fyrir mig á netinu. Veit ég vel að ég komi út í stórum FEITUM plús. Það er nefnilega ekki hægt og má víst bara alls ekki taka frá þeim sem ekkert eiga og vinna sama sem ekki neitt. Hef ég lent í því nú í 3 ár í röð að fá allan skattinn minn endurgreiddan með afsökunarbeiðni frá ríkinu fyrir að taka þessar fáu krónur af fátæklinginum mér. Þetta er það eina góða við það að vera ekki skráður fyrir neinum eignum. Annars er ég víst búin að eyða þessum "tekjum" langt fram í tíman. Maður er nú að fara að fjölga og svona og það þarf að parketleggja gólf og kaupa kommóðu og svo bara að greiða eitthvað af þessum venjubundnu lánum sínum. Svo er karlinn alltaf að framkvæma eitthvað og kaupa festingar fyrir báta (sem hann fer aldrei langt með skil ekki alveg þá fjárfestingu?) og breyta í garðinum og smíða sólhús fyrir konuna (sem tengdó borgar reyndar mest í) en þetta safnast þegar saman kemur. Þannig að góður ásetningur um að spara fauk út um gluggann fyrir löngu. En peningar eru eitthvað sem ég nenni ómögulega að velta fyrir mér (ég er eins og ríka pakkið á svo mikið að ég nenni ekki að hugsa um það........as if) þeir fara ekkert að vaxa í garðinum hjá mér þó svo ég voli og veini um það að eiga ekkert af þeim, og ég nenni bara ómögulega að fara vinna einhverja vinnu sem gerir mig óhamingjusama bara til þess eins að fá nokkrar krónur í vasann. Ég bara sleppi því að kaupa ýmislegt drasl sem ég get hvort eð er ekkert gert við og safnar bara ryki og er byrði á afkomendum mínum þegar ég dey.

Sigrún greyið er bara víst einsog Kiddi á Ósi og ræður ekkert við bikkjuna sem er ansi leitt því þetta er snotrasta hross. Annars er ég svo dæmigerð (notað eins og sögnin typical) ólétt og er orðin skíthrædd við hross og ég sem var flengjast á þessu tömdu og ótömdu út um allar trissur þegar ég var yngri ég má vart sjá hross í fimmtánmetara radíus án þess að pissa næstum í buxurnar af hræðslu. En hvað um það ég get hvort eð er ekkert verið að fara á bak núna og vona bara að þetta fæðist af mér með krakkanum. En allavega nenni ekki meir í bili....
Lifið heil.