Jæja góðir hálsar þá er aflokið einni veislunni af þrem þessa helgina. Hún var haldin á heiðarbýlinu Borgum og til heiðurs herragarðsjómfrúnni bróður mínum. Varð sá ágæti maður 25 ára í dag. Ég man það eins og það hafi gerst í gær þegar hann kom öskrandi og sparkandi í heiminn...... ehh kannski ekki alveg þar sem ég er nú 1 og 1/2 ári yngri en hann. En alla vega salút til þín bróðir minn kær! Höldum við skötuhjú (samt ekki kæst skötuhjú, þar sem við fórum í hið árlega páskabað í morgun) til nágrannana fínna og flotta á eftir í villirétta veislu þar sem á borð borin verða villi gæs og villi svín ( þú ert villisvín, villisvín. Þú ert villisvín, villisvín) nei ekki var það svín heldur tarfur þá er átt við hreindýratarf. Svo á morgun örkum við í fermingaveislu hjá voru frændfólki. Ég er sem sagt einstaklega heppin þessa helgi og þarf vart að taka fram eldunargræjurnar.
Veit ekki hvað ég á að rita um. Ekkert sem liggur svona sérstaklega á mér nema bara þetta venjulega. Vorið alveg að drepa mig var að spá í hvort ég þyrfti að leggjast inn en Sveinn vill ekki heyra á það minnst hann heldur að ég sé svo mikið veik að mér verði bara ekki slept út aftur og heim til hans

Lifið heil