Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

laugardagur, maí 08, 2004

Draumar eftir Svein

Málið er það að ég er ósáttur við hvernig ég vaknaði í morgun. Veit nú ekki hvort draumurinn var slæmur það er meira hvernig hann endaði það er að segja ég vaknaði. Draumurinn var svona var eitthvað að slást við Andra vin minn og skólafélega (allt í góðu) við kofann sem stendur hér uppi á klettum. Troðum einhverjum húsgögnum í skottið á bílnum hans pabba og bíllinn síðan fer í burtu. Ég fer síðan inní kofann með Arndísi og sett niður við borð með 3 stelpum (konum). Borðum einhverjar kökur og ég sit með Arndísi og það er talað um hvað ég sé nú góð barnapía. Ég fer og þvæ upp eitthvað sem líkist ostaskera inná einhverju baði. Þegar ég kem til baka þá ég ég staddur inn á baðinu hér niðri og Olla stendur nakinn við baðið en hinnar þrjár eru í baðkarinu (naktar auðvita). Þá vakna ég. Veit ekki hvort mér finnst verra að hafa dreymt framhjáhald eða hafa misst af því að sjá 4 konur leika við hvor aðra.

Svona eru hugrenningar nývaknaðs fjölskyldumanns á laugardagsmorgni verið þið sæl.

föstudagur, maí 07, 2004

Huginn og Muninn

Horfi hér á Hrafnana fljúga fyrir utan gluggann hjá mér, þeir setjast oft og iðjulega á húsþakið hjá mér, í gamla daga var það talið lukku merki ef hrafninn gerði það. Í nýrri gamla daga var það talið feigðarmerki, en hér hjá mér er enginn feigð og ég er ánægð með að hrafninn vilji hvíla tígulegt vænghaf sitt á húsþakinu hjá mér. Fékk mig til að hugsa um hvað hrafninn er ótrúlega líkur manninum í eðli sínu. Hrafninn hrífst óskaplega af glingri og glitrandi hlutum hann flýgur um heima og geima í leit sinni að því og færir heim í hreiður sitt hann hikar ekki við að stela því enda er engin eignarréttur í náttúrunni, einnig er maðurinn hrifinn af glitrandi hlutum sem hann þrælar fyrir allan daginn flesta daga vikunar. Hrafninn ræðst á minni máttar og notar sér fyrir mat, eins gerir maðurinn ræðst inn í smá ríki í lýðræðislegrieinokunn sinni og lifir á olíunni frá þeim. Hrafninn heldur þing þar sem greinilega eru haldnar miklar rökræður og sá stærsti er greinilega sá sem ræður, eins er það hjá manninum hann heldur þing þar sem enginn vitleysan er eins og sá sem ræður er kannski ekki endilega stærstur en hann má gera það sem honum sýnist í einræði sínu eins og til dæmis setja lög því hann er fúll út í annan sem gæti ógnað honum í einræði sínu.

Annars ber ég mikla virðingu fyrir hrafninum og tel hann vitspakan og fallegan fugl. Hér til forna var borinn mikil virðing fyrir honum og meira að segja notaði Óðinn æðstur ása sér þjónustu hrafna og lét þá bera sér fréttir frá öllum heimshornum. Ég held svei mér þá að ég beri það mikla virðingu fyrir hrafninum að ég er ekkert að lítillækka hann með því að líka mannskepnunni við hann. Maðurinn er sannarlega fugl og það ófleygur, ef hann væri í fuglabók væri hann undir nafninu furðu fugl.
Lifið heil.

mánudagur, maí 03, 2004

Æ helvítis kuldi. (Sveinn skrifar)

Nú er skítakuldi úti eða rétt um frostmark og napur norðanvindur. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að mér þyki veislur yfirleitt ekki við mitt hæfi, eða með öðrum orðum leiðinlegar. Tökum til dæmis fermingarveislur sem dæmi. Við mætum eins og annað fólk og fáum okkur sæti og svo borðað fljótlega og setið aðeins lengur og svo farið heim. Þar sem ég er haldin þeim galla að geta ekki borðað mikið í veislum þá liggur við að maður geti alveg eins verið heima og borðað þar. Annars er ég bara ekki veisludýr.

Það hefur sýna kosti og galla að búa í okkar góðu sveit. Gallarnir eru þeir að vegurinn hingað er að stórum hluta búinn til úr eða á mold sem er mjög vond þegar frost fer úr jörð á vorin og þegar blaut er. Til að bæta enn frekar ástaðið þá hefur verið sandkeyrsla undanfarið sem vegurinn þolir engan veginn svona snemma á sumri eða bara nema vegurinn sé frosinn. Því miður er nú fyrirleitt ekki keyrt á frosti en það gerið Loftorka síðast þegar þeir keyrðu og eiga þeir hrós skilið fyrir það.

Held að ég sé ekki mjög skemmtilegur í umgengni núna því að ef ég er ekki angandi af skítalykt eftir skítkeyrslu þá er ég talandi um að keyra skít. Svona er ég bara. Þetta er það sem mér finnst gaman að gera núna og svo næst verður það að keyra möl í grunninn hjá Sigrúnu og sand líka gaman gaman.

Sauðburður er byrjaður hjá okkur. 33% borið.

Fleira var það ekki að sinni bless
Sveinn