Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

miðvikudagur, febrúar 11, 2004

Eftir þunglyndi.
Hér ríkti mikið þunglyndi í gær og fór ég þar fremstur í flokki. (Sveinn sá sem þetta skrifar)
Ástæðan fyrir þunglyndi mínu var margþætt. Dreymdi illa og svo var alltaf verið að vekja mig en ég fékk frí í fjósi útaf puttanum á mér. Tognaði á honum í körfu á sunnudag. Svo var ég með einhverja strengi eftir þessi fá hamarshögg sem lamdi á sunnudaginn hjá tengdó. Þegar ég fór svo á fætur þá var bara allt í mínus og það var svoleiðis þangað til ég var búinn í fjósinu um kvöldið. Dagurinn í dag var hinsvegar góður. Vaknaði glaður, fékk mér að borða, tók smávegis til í eldhúsinu og fór svo í nudd. Kom heim og vaskaði upp meðan Olla keyrði Binna í leikskólann. Svo var bara dúlleri í dag. Olla er búinn að búa til heimasíður fyrir börnin og hefur því ekkert bloggað hér svo ég ætlaði að bæta aðeins úr því en það er óvíst hvenær hér verður bloggað aftur en vonandi fljótlega. Unnur amma er kominn til okkar og verður hér í einhvern tíma. Þá er líklega best að fara koma Binna í rúmið, skrifa ykkur síðar.
Sveinn (stundum þunglyndur)