Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

föstudagur, mars 11, 2005

Reyni aftur
Ég var búin að skrifa í gær en það hvarf allt og ætla að reyna aftur núna. Ég sigraði þessa orrustu við vegagerðina. Sannleikurinn er nú samt að vegurinn var heflaður er nú ekki bara mér að þakka þó að ég vilji halda það heldur voru margir búnir að kvarta í vegagerðinni. Hins vegar þá svaraði Sturla samgönguráðherra mér í gær sama dag og þetta kemur frétt um þetta í skessuhorninu, skemmtileg tilviljun.
Aðrar fréttir:
Olla er í prófi núna. Olla fór í sónar í gær og sást ekkert athugavert en hún hefur verið með allskonar verki. Eins og hún á (við hálfpartinn) á auðvelt með að verða ólétt þá er meðgangan önnur og veri saga. Arndís er að batna af kvefinu og hætt að vera með hita. Binni er búinn að vera mjög duglegur að fara í fjós í vikunni enda búið að vera gott veður og næstum því nýr kálfur í hvert skipti sem maður fer í fjósið. Af mér er að helst að frétta að ég er orðinn góður í hálsinum og bara sprækur.
Ef ég væri helmengi þyngri og með meira hár og gæti sungið vel þá væri ég kannski ekki svo ólíkur honum Davíð í idolinu. Ég finn til einhverjar samkenndar með hans persónuleika.
Held að ég nenni ekki að skrifa meira núna bless
Bless

Spurning dagsins er hvar verð ég um helgina?

mánudagur, mars 07, 2005

Mikið um að vera.
Helst ber til tíðinda að notendur ferjubakkavegarins eru í mótmælahug. Keli í koti skammaðist í bæjarstjórn og var þetta tekið fyrir þar. Gunna á Ölvaldsstöðum var að reyna að fá ráðherra á fund hingað uppeftir og er líklegt að það verði, held ég. Ég hringdi síðan í Gísla fréttamann og hann gerði frétt um málið sem kemur í næsta skessuhorni og ætlaði hann að sjá til hvort væri hægt að gera meira úr þessu.
Ég er að ráða mig í fleiri vinnur. Í dag þá geng ég frá því að ég sjái um kirkjugarðinn á Hvammi í sumar. Svo um næstu helgi þá fer ég að vinna fyrir tengdó (reyndar uppí nudd). Þar næstu helgi þá ætla ég að reyna komast í launaða helgarvinnu og koma 3 staðir til greina og þeir eru hjá Svanhildi við að innrétta eða endurgera íbúðarhús, hjá Stefáni við að byggja hótel og loftorku við að smíða eða vélavinnu. Veit svo sem ekki hvort þetta fólk vill fá mig í vinnu en það hefur mikið að gera. Talandi um loftorku þá tengist ég því fyrirtæki og oft höfum við Olla rætt um það fyrirtæki kosti þess og galla. Helsti galli þess fyrirtækis er að það vantar fleira fólk í vinnu til geta gert allt sem það þyrfti að gera. Það hefur auglýst eftir fólki en það virðist ekki vera nóg framboð á vinnuafli til að ráða í þessi störf.
Verð liklega að viðurkenna það að ég geti ekki verið í nema einu fullu starfi í einu því Stefáni fannst of lítið að vera bara 4 tíma á dag við að smíða. Þá er bara að reyna að hafa smíði helgarvinnu.
Heilsufréttir Olla er með kvef og eitthvað slen eins og vanalega. Arndís er veik núna líka en við Binni erum nokkuð góðir. Ég er orðinn góður í hálsinum og kominn á fullt í eiginlega öllu.

Fleira er ekki í fréttum núna held ég og segi því bara bless.

Spurning dagsins
Hvað getur maður unnið á mörgum stöðum og verið með allt í lagi í þeim öllum?