Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

miðvikudagur, maí 31, 2006


Af veikindum er nóg...

Jamm allir hálf slappir eitthvað á heimilinu. Ég ný stigin upp úr hálsbólgu og viðbjóði, Palli einnig rétt að ná sér af kvefi og hita og nú er heimasætan lögst í ból með 40 stiga hita og upp- og niðurpest. Meira að segja heimilistölvan er með vírus og eitthvað fleira ógeð þannig að trúlega mun ég gefast upp og strauja á henni harðadiskinn. Frumburðurinn kennir sér þó einskyns meins og hefur nú síðan á mánudag mætt brattur í Grunnskóla Borgarness með skólatösku og nestisbox til að kynna sér þau fræði sem þar er í boði. Hann hlær af hálf taugaveiklaðri móður sinni sem finnst hann vera allt of lítill til að fara í skóla og sér hættur í hverju horni. Svo röltir hann sér í leikfimi og labbar sko alveg sjálfur niður í íþróttarhús. Þaðan fer hann svo til langömmu og langafa og fær að borða hádegismat og svo fer langafi með hann í leikskólann og svo klukkan hálf fimm fer hann á sundnámskeið. Já það er mikil dagskrá hjá litlum manni og kannski ekki nema von að mamman sé á taugum.

Það verður mikið stuð um helgina. Mamma og pabbi verða með kynningu á frístundabyggðinni sinni og til að laða að sem flesta þá verður náttúrulega svaka dagskrá í boði, einsog til dæmis heimsmeistara mót í Paríshoppi, Kajak leiga, sögugönguferðir um slóðir Sigmundar leysinga (Egilssaga börnin góð ;)) og svo náttúrulega kynnisferðir um frístundabyggðina. Verðum við hjónakornin þar til aðstoðar (náttúrulega verður Sveinn með kajakleiguna) en ætli ég skenki ekki kaffi og skeri niður spergla af miklum móð og Íslenskt haggis verður einnig í boði. Vonandi sér maður nú bara sem flesta.
Lifið heil