Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

fimmtudagur, mars 24, 2005

Aukavinna
Þá er þessari aukavinnu lokið í bili að minnsta kosti. Er búinn að vinna 5 daga hjá Stefáni við að smíða golfhótel á Hamri. Mér finnst þetta ekki gáfulegur byggingarmáti en þetta á víst að vera voða gott. Það eru ekki sperrur heldur blikkskúfur og stoðir undir þeim. Það var gaman að vera að smíða í smátíma, fá tilbreytingu frá bústörfum. Næst á dagskrá eru síðan gróðurhúsin hér heima og á Borgum og að taka draslið úr gömlu húsunum hér heima.

Við héldum uppá afmælið hans Binna á laugardaginn og voru hér saman kominn 7 börn held ég. Satt best að segja þá hélt ég það þetta yrði helviti á jörð að vera í svona barnaafmæli en það var ekki sem verst. Þakka bara fyrir það hvað við eigum þæg börn. Mér finnst okkar börn þæg en geta verið með vesen sem er agalega pirrandi stundum. Annars bestu skin. Þau fóru út saman í sandkassa í fyrsta skipti í dag til að leika sér. Það reyndar endaði með því að Arndís stóð í sandkassanum og orgaði og Binni sat í garðinum í fýlu.
Veit svo sem ekki hvað ég á að segja meira núna svo ég ætla að segja bara bless.


Spurning dagsins
Er einhver tilgangur að hafa spurningu dagsins? (það koma svo sjaldan svör)