Humm virðist sem ég þurfi ekki að þýða yfir á html kóða lengur?
laugardagur, maí 24, 2003
I´m singing in the rain.
Jæja loksins, loksins komin mín langþráða rigning. Ég er búin að vera í skítafýlu í heilan sólarhring út af tölvuskriflinu og hef ekki svo mikið sem litið í átt til hennar. En nú er ég mætt aftur töluvert rólegri, örlítið þunglynd, en samt svo glöð í hjarta, því nú rignir. Ég ætla að gefa tölvunni annað breik, af því að ég er svo skynsöm ung kona. :o) Já eins og ég mynntist á síðast að þá kom minn elskulegi stóri bróðir í heimsókn og reyndi að temja ótemjuna, en ég er ekki viss um að það hafi tekist sem skyldi. En ég er allavega komin með teljara og linka. Ég ætlaði að biðja hann um að setja inn gestabók líka en hann mátti ekkert vera að því að stoppa því hann var að fara í teiti hjá Risanum. Þar sem ég ritaði heilan pistil um ágæti þessa manns hér á afmælisdaginn hans þá fannst mér nú svolítið skítt að bjóða ekki mér í kaffi uhh.
Kálfarnir voru settir út í gær og fylgdumst við Binni og Sigrún með ofan af klettum. Þ.e. þangað til að einn bolinn, vímaður af súrefni og ljósi, hljóp upp tröppurnar hjá tengdó og reyndi síðan að gera ljótt með grindverkinu. Þá hljóp nágrannagellan af stað og rak bola í rétta átt því hann var farinn að renna hýru auga í átt til míns eðalvagns. Við Binni fylgdumst bara spennt með og hlógum að hjartans list því sumir kálfarnir sprönguðu þarna um eins og hinir mestu gæðingar. Síðar sagði tengdafaðir minn mér það að þeir höguðu sér svona þegar þeir sæju ekkert. Dáðist ég mest af tengdaforeldrum mínum því þau orðin hálf sextug hlupu þarna um eins og unglingar.
Jæja ég er að hugsa um að fara út og dansa í rigningunni með syni mínum. Kannski að ég heimsæki nágrannagelluna og aldraða móður hennar í leiðinni.
jæja allavega ......
Lifið heil.
Jæja loksins, loksins komin mín langþráða rigning. Ég er búin að vera í skítafýlu í heilan sólarhring út af tölvuskriflinu og hef ekki svo mikið sem litið í átt til hennar. En nú er ég mætt aftur töluvert rólegri, örlítið þunglynd, en samt svo glöð í hjarta, því nú rignir. Ég ætla að gefa tölvunni annað breik, af því að ég er svo skynsöm ung kona. :o) Já eins og ég mynntist á síðast að þá kom minn elskulegi stóri bróðir í heimsókn og reyndi að temja ótemjuna, en ég er ekki viss um að það hafi tekist sem skyldi. En ég er allavega komin með teljara og linka. Ég ætlaði að biðja hann um að setja inn gestabók líka en hann mátti ekkert vera að því að stoppa því hann var að fara í teiti hjá Risanum. Þar sem ég ritaði heilan pistil um ágæti þessa manns hér á afmælisdaginn hans þá fannst mér nú svolítið skítt að bjóða ekki mér í kaffi uhh.
Kálfarnir voru settir út í gær og fylgdumst við Binni og Sigrún með ofan af klettum. Þ.e. þangað til að einn bolinn, vímaður af súrefni og ljósi, hljóp upp tröppurnar hjá tengdó og reyndi síðan að gera ljótt með grindverkinu. Þá hljóp nágrannagellan af stað og rak bola í rétta átt því hann var farinn að renna hýru auga í átt til míns eðalvagns. Við Binni fylgdumst bara spennt með og hlógum að hjartans list því sumir kálfarnir sprönguðu þarna um eins og hinir mestu gæðingar. Síðar sagði tengdafaðir minn mér það að þeir höguðu sér svona þegar þeir sæju ekkert. Dáðist ég mest af tengdaforeldrum mínum því þau orðin hálf sextug hlupu þarna um eins og unglingar.
Jæja ég er að hugsa um að fara út og dansa í rigningunni með syni mínum. Kannski að ég heimsæki nágrannagelluna og aldraða móður hennar í leiðinni.
jæja allavega ......
Lifið heil.
fimmtudagur, maí 22, 2003
Tölvu drasl!!!
Urr urr og meira urr. Tengdamömmu-tölvu-ræsknið "mitt" er bara til trafala og vesens. Nú hefur Konráð bróðir verið í heimsókn en samt virkar draslið bara ekki!! Konráð vildi ekki trúa því að talvan gerði manna mun. Því lét nú auðvita talvan vel að stjórn hjá honum en leið og hann er farinn út um dyrnar þá prump!!! Ekki verið að haga sér vel fyrir mig. Því kæru lesendur er ekki hægt að lesa fyrri pistla mína en þeir sem virkilega vilja þá geta talað við mig. En ég vona að þetta skáni nú svo alþjóð geti notið pistla minna nú sem endranær.
Ætla að hætta þessu núna, fyndnir fimmtudagar á skjá einum.
Lifið heil
Urr urr og meira urr. Tengdamömmu-tölvu-ræsknið "mitt" er bara til trafala og vesens. Nú hefur Konráð bróðir verið í heimsókn en samt virkar draslið bara ekki!! Konráð vildi ekki trúa því að talvan gerði manna mun. Því lét nú auðvita talvan vel að stjórn hjá honum en leið og hann er farinn út um dyrnar þá prump!!! Ekki verið að haga sér vel fyrir mig. Því kæru lesendur er ekki hægt að lesa fyrri pistla mína en þeir sem virkilega vilja þá geta talað við mig. En ég vona að þetta skáni nú svo alþjóð geti notið pistla minna nú sem endranær.
Ætla að hætta þessu núna, fyndnir fimmtudagar á skjá einum.
Lifið heil
Heil Risanum!
Já góðir lesendur stór skáldið, stór snillingurinn og stór vinur minn Ragnar Risi er 24 ára í dag. Ég hef þekkt þann ágæta mann síðan í 3 bekk þegar við vönguðum í fyrsta sinn á dansleik í félagsmiðstöðinni. (sem hét nú bara samkomuhúsið þá) Höfum við oft vangað síðan. :o) Hvet ég alla sem villast hingað inn að kíkja á Risann á risinn.blogspot.com og veita honum árnaðar óskir.
Annars hefur nú ekki margt merkis vert gerst hjá mér. Ekki nema þá helst að heimilis kötturinn gaut í gær fjórum kettlingum. kannski ekki frásagnarinnar virði en það merkilega við það var að kettlingarnir voru allir gráir, nema einn hann var alveg snjó hvítur. Ég hef aldrei séð ketti svona á litinn þeir eru einsog gráhært fólk. Ég var að hugsa um að gefa bróðir mínum einn, hann gæti skýrt hann Gandalf hin Gráa. Annars virðist veðurblíðan ekkert vera á undanhaldi en ég verð samt að segja eins og er að ég er nú farin að þrá rigninguna ansi mikið. Túnin eru öll áburðarbrennd því engin hefur verið vætan. Á morgun gerist einn af þeim árlegum atburðum sem gerir það svo skemmtilegt að búa í sveit. Þá verður kálfunum hleypt út með tilheyrandi rassaköstum og skvettum. Við Binni ætlum að sitja upp á klettum og horfa á.
Annars er ég að hugsa um að segja þetta gott í bili, rita örugglega seinna í dag.
Þangað til
Lifið heil
Já góðir lesendur stór skáldið, stór snillingurinn og stór vinur minn Ragnar Risi er 24 ára í dag. Ég hef þekkt þann ágæta mann síðan í 3 bekk þegar við vönguðum í fyrsta sinn á dansleik í félagsmiðstöðinni. (sem hét nú bara samkomuhúsið þá) Höfum við oft vangað síðan. :o) Hvet ég alla sem villast hingað inn að kíkja á Risann á risinn.blogspot.com og veita honum árnaðar óskir.
Annars hefur nú ekki margt merkis vert gerst hjá mér. Ekki nema þá helst að heimilis kötturinn gaut í gær fjórum kettlingum. kannski ekki frásagnarinnar virði en það merkilega við það var að kettlingarnir voru allir gráir, nema einn hann var alveg snjó hvítur. Ég hef aldrei séð ketti svona á litinn þeir eru einsog gráhært fólk. Ég var að hugsa um að gefa bróðir mínum einn, hann gæti skýrt hann Gandalf hin Gráa. Annars virðist veðurblíðan ekkert vera á undanhaldi en ég verð samt að segja eins og er að ég er nú farin að þrá rigninguna ansi mikið. Túnin eru öll áburðarbrennd því engin hefur verið vætan. Á morgun gerist einn af þeim árlegum atburðum sem gerir það svo skemmtilegt að búa í sveit. Þá verður kálfunum hleypt út með tilheyrandi rassaköstum og skvettum. Við Binni ætlum að sitja upp á klettum og horfa á.
Annars er ég að hugsa um að segja þetta gott í bili, rita örugglega seinna í dag.
Þangað til
Lifið heil
miðvikudagur, maí 21, 2003
Ég á mér ekkert líf og því ætla ég mér að rita í annað skiptið í dag í mína kæru vefdagbók. Þannig er mál með vexti (og vaxta vexti) að vegna þungunar minnar má ég ekki hreyfa mitt stóra rassgat um of. (það gæti minkað) Nei kæru vinir þetta er alveg satt, grindarlos er ekkert grín, og þær konur sem gengið hafa með börn og fengið það (sko grindarlos) skilja mig!! Annars er nú ekki mikið að frétta frá því í morgun, nema ef væri að ég og minn ekta spússi lögðum land undir skodaðekk og fórum að heimsækja háaldraða móður ömmu mína, sem varð sjötug með eftir minnilegum hætti nú nýverið. Sveinn hefur nefnilega tekið það að sér að endurnýja svefnherbergisskápa hjá þeim heiðurshjónum. Verandi sá völundarsmiður sem Sveibbi minn er fer hann létt með þetta og skilar verki vel. Amma töfraði fram veislu fyrir okkur hjón og barn (börn) eins og hennar er von og vísa og borðaði ég svo mikið að ég held að ég komist bara upp með það að hafa lítinn kvöldmat.
Ég vil leiðrétta þann misskilning sem virðist vera á milli okkar systkina að ég liggi ekki á fréttum, eins og minn elsku legi bróðir orðar það á bloggi sínu. Maður þorir ekki fyrir sitt litla líf að hringja í þann sóma dreng því hann lifir öfugu lífi. Ekki á ég við með því að hann sé homosexual heldur það að hann vakir um nætur vaktandi óvininn gegn hverskyns eggja kasti og bensín sprengjum og sefur því alla daga. En ég komst að því að hann sé á leið í frí á fimmtudag og ætla ég því þá að hringja í hann og segja honum allt af létta og frétta. Jafnvel að ég múti honum til að leggja land undir dekk og keyra til mín í sveitina á sýnum eðal kagga. Ég nefnilega framleiði nokkuð sem ekki fæst í stórmörkuðum höfuðborgarinnar og bróður mínum finnst agalega gott. En það er hin háíslenska beljumjólk beint úr spena.
Annars var Sveibbi minn eitthvað fúll yfir þessu bloggi hjá mér. Honum fannst ég ekki nefna hann mikið á nafn og dásama bróður minn um of. Vil ég kippa þessu snarlega í liðinn og segja háttvirtum lesendum (ef einhverjir eru) að hann Sveinn minn er besti maður í heimi enda bý ég með honum en ekki bróður mínum, þó svo að ég hafi sagt á mínum yngri árum að ég ætlaði að giftast annað hvort Konráði bróður eða pabba, þá komst ég að því síðar meir að það var víst bara algerlega kol ólöglegt og flokkaðist undir sifjaspell. Þá var ég um 7 ára aldur og giftist því bara Kidda Jóa sem bjó beint á móti. (þarf kannski ekki að taka fram að ég skildi við hann síðar eða um 8 eða 9 ára aldur)
Mér er farið að leiðast þófið hjá sumum vefbókarfærendavinum mínum. Risinn er eitthvað slappur og hefur ekki fært í bók síðan á mánudag og Sigrún islandur bara ekki síðan að Íbbinn fór til Spánar. Reyndar hefur Sigrún afsökun því hún ritar nú skáldsögu í gríð og erg. Risinn gerir sér greinilega ekki grein fyrir því að ástkær vinkona hans á sér bara ekkert líf og hefur skrif hans, meðal annarra, verið mín eina dægra stytting. Ætli ég verði ekki nú auli dagsins hjá honum í næsta færslu. :o)
Jæja nóg um skrif og sprell þarf að fara elda matinn fyrir Svein hin unga og afkvæmið
Kveð að sinni.
Lifið heil!
Ég vil leiðrétta þann misskilning sem virðist vera á milli okkar systkina að ég liggi ekki á fréttum, eins og minn elsku legi bróðir orðar það á bloggi sínu. Maður þorir ekki fyrir sitt litla líf að hringja í þann sóma dreng því hann lifir öfugu lífi. Ekki á ég við með því að hann sé homosexual heldur það að hann vakir um nætur vaktandi óvininn gegn hverskyns eggja kasti og bensín sprengjum og sefur því alla daga. En ég komst að því að hann sé á leið í frí á fimmtudag og ætla ég því þá að hringja í hann og segja honum allt af létta og frétta. Jafnvel að ég múti honum til að leggja land undir dekk og keyra til mín í sveitina á sýnum eðal kagga. Ég nefnilega framleiði nokkuð sem ekki fæst í stórmörkuðum höfuðborgarinnar og bróður mínum finnst agalega gott. En það er hin háíslenska beljumjólk beint úr spena.
Annars var Sveibbi minn eitthvað fúll yfir þessu bloggi hjá mér. Honum fannst ég ekki nefna hann mikið á nafn og dásama bróður minn um of. Vil ég kippa þessu snarlega í liðinn og segja háttvirtum lesendum (ef einhverjir eru) að hann Sveinn minn er besti maður í heimi enda bý ég með honum en ekki bróður mínum, þó svo að ég hafi sagt á mínum yngri árum að ég ætlaði að giftast annað hvort Konráði bróður eða pabba, þá komst ég að því síðar meir að það var víst bara algerlega kol ólöglegt og flokkaðist undir sifjaspell. Þá var ég um 7 ára aldur og giftist því bara Kidda Jóa sem bjó beint á móti. (þarf kannski ekki að taka fram að ég skildi við hann síðar eða um 8 eða 9 ára aldur)
Mér er farið að leiðast þófið hjá sumum vefbókarfærendavinum mínum. Risinn er eitthvað slappur og hefur ekki fært í bók síðan á mánudag og Sigrún islandur bara ekki síðan að Íbbinn fór til Spánar. Reyndar hefur Sigrún afsökun því hún ritar nú skáldsögu í gríð og erg. Risinn gerir sér greinilega ekki grein fyrir því að ástkær vinkona hans á sér bara ekkert líf og hefur skrif hans, meðal annarra, verið mín eina dægra stytting. Ætli ég verði ekki nú auli dagsins hjá honum í næsta færslu. :o)
Jæja nóg um skrif og sprell þarf að fara elda matinn fyrir Svein hin unga og afkvæmið
Kveð að sinni.
Lifið heil!
þriðjudagur, maí 20, 2003
Góðan dag alheimur!!
Ég hef séð það að ég er afspyrnu púkó og halló manneskja! En til að vera ekki púkó og halló þá þarf ég bara að setjast niður við tölvuskriflið, sem tengdó var svo góð að lána mér og mínum ekta spússa, og prenta hugsanir mínar og móta þær inn í sem mest samhengi. Þannig að Olla er byrjuð að blogga!! Ég þarf víst ekki að segja ykkur að nóg get ég talað því ætti ég ekki að vera í vandræðum með að skrifa nokkur orð s.s. næstum daglega? Eða hvað? Ég hef nú verið að lesa þessi blogg hjá mínum vinum og fjölskyldumeðlimum og vill það oft brenna við að þessir enstaklingar (sem eru þó allir frægir fyrir að geta tjáð sig í yfir meðallægi) þjáist oft af bloggstíflu þ.e. ritstíflu. Ég vona nú að það eigi ekki eftir að koma fyrir mig.
Ég hef tekið mér til fyrir myndar mér til heldri menn og ætla því að kalla til hjálpar elskulegan stóra bróður til að setja inn linka og slíkt. Ég þjáist nefnilega af ofsahræðslu við tölvu mína þar sem hún vill gjarnan og oft gera alskyns skandal sem hún ætti bara als ekki að taka upp á!! Þar sem ég er nú ekki borgunarmanneskja fyrir eitt stykki tölvu þá er bara best að láta fagmennina um þetta! Annars er bróðir minn ekkert fagmaður í tölvubransanum hann er einfaldlega bara klár strákur (enda bróðir minn!). Svona venjulega er hann uppgjafa heimspekigúru sem vinnur hjá óvininum þ.e. Bandaríkjastórn. Annars þarf ég ekki að týna hér til kosti þans ágæta manns því það segir sig sjálft að vera skyldur mér gerir hann frábæran!! Viss um að ég fæ stig hjá honum núna!! Sveibbi minn hefur verið ofvirkur undan farið í garðinum hjá okkur hann ætlar sér að reisa eitt stykki sólpall og gera sólstofu út úr forstofunni fyrir skáfrumburðinn til að sofa í vetrarhörkunum. Það versta er að konan hans er svo mikið hró að hún getur ekkert aðstoðað hann!! Annars meikaði ég það að labba niðrí fjöru með nágrannagellunni og syninum og tel ég það töluvert afrek. Ég vil taka það framm að ég labbaði líka til baka og það eitt og sér er annað afrek!! Annars er gott að vera í sveitinni núna bara alltaf sól og blíða og jarmið í lömbunum á nágrannabæjunum berast mér til eyrna. Var að spá að taka að mér munaðarlausan heimaling, sem karlföður minn vill gera að graslambi, og sjá um hann í sumar. Eitthvað svo róandi við kindur alltaf.
Jæja ég læt þessu fyrsta bloggi mínu lokið lifið heil!
Ég hef séð það að ég er afspyrnu púkó og halló manneskja! En til að vera ekki púkó og halló þá þarf ég bara að setjast niður við tölvuskriflið, sem tengdó var svo góð að lána mér og mínum ekta spússa, og prenta hugsanir mínar og móta þær inn í sem mest samhengi. Þannig að Olla er byrjuð að blogga!! Ég þarf víst ekki að segja ykkur að nóg get ég talað því ætti ég ekki að vera í vandræðum með að skrifa nokkur orð s.s. næstum daglega? Eða hvað? Ég hef nú verið að lesa þessi blogg hjá mínum vinum og fjölskyldumeðlimum og vill það oft brenna við að þessir enstaklingar (sem eru þó allir frægir fyrir að geta tjáð sig í yfir meðallægi) þjáist oft af bloggstíflu þ.e. ritstíflu. Ég vona nú að það eigi ekki eftir að koma fyrir mig.
Ég hef tekið mér til fyrir myndar mér til heldri menn og ætla því að kalla til hjálpar elskulegan stóra bróður til að setja inn linka og slíkt. Ég þjáist nefnilega af ofsahræðslu við tölvu mína þar sem hún vill gjarnan og oft gera alskyns skandal sem hún ætti bara als ekki að taka upp á!! Þar sem ég er nú ekki borgunarmanneskja fyrir eitt stykki tölvu þá er bara best að láta fagmennina um þetta! Annars er bróðir minn ekkert fagmaður í tölvubransanum hann er einfaldlega bara klár strákur (enda bróðir minn!). Svona venjulega er hann uppgjafa heimspekigúru sem vinnur hjá óvininum þ.e. Bandaríkjastórn. Annars þarf ég ekki að týna hér til kosti þans ágæta manns því það segir sig sjálft að vera skyldur mér gerir hann frábæran!! Viss um að ég fæ stig hjá honum núna!! Sveibbi minn hefur verið ofvirkur undan farið í garðinum hjá okkur hann ætlar sér að reisa eitt stykki sólpall og gera sólstofu út úr forstofunni fyrir skáfrumburðinn til að sofa í vetrarhörkunum. Það versta er að konan hans er svo mikið hró að hún getur ekkert aðstoðað hann!! Annars meikaði ég það að labba niðrí fjöru með nágrannagellunni og syninum og tel ég það töluvert afrek. Ég vil taka það framm að ég labbaði líka til baka og það eitt og sér er annað afrek!! Annars er gott að vera í sveitinni núna bara alltaf sól og blíða og jarmið í lömbunum á nágrannabæjunum berast mér til eyrna. Var að spá að taka að mér munaðarlausan heimaling, sem karlföður minn vill gera að graslambi, og sjá um hann í sumar. Eitthvað svo róandi við kindur alltaf.
Jæja ég læt þessu fyrsta bloggi mínu lokið lifið heil!