Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

föstudagur, júní 13, 2003

The silence of the lamb has been broken.

Jæja góðir hálsar nú er ég búin að koma mér enn á ný fyrir framan tengdamömmu-tölvuskriflið mitt og byrja að rita. Ég hef verið einstaklega löt síðustu daga og pirruð. Mér finnst ég vera að missa af einhverju og allir séu að skilja mig útundan. Sveinn úti að sýsla og Binni með honum, nágrannagellan á hestbaki tengdaforeldrar og foreldrar mínir einhverstaðar útum hvippinn og hvappinn og ég sit heima. Ekki það að ég sé að skamma þetta ágæta fólk fyrir að lifa sínu lífi þó svo mitt hafi stöðvast í bili. Ég er bara eigingjörn og vil hafa það hjá mér til að skemmta mér í getuleysi mínu. Ég fékk tvo unglings frændur mína í vist til mín og verð ég að hrósa þeim því þeir fara eftir öllum mínum duttlungum og reyna að þóknast mér í hvívetna og leit húskofinn minn mun betur út eftir heimsóknina þeirra á þriðjudaginn. Annars er ég líka pirruð út í flutninga fyrirtækið sem átti að flytja nýa rúmið okkar Sveins því það hefur ekki enn borist. Ég hringdi í gær "rather" fúl og spurði um bælið mitt sem ég hafði eytt umtalsverðum fjármunum í. Þeir hjá betra bak voru allir að vilja gerðir og grennsluðust fyrir um þetta kom þá í ljós að rúmið væri búið að liggja niðrí Borgarnesi síðan á þriðjudag og þeir hjá VM höfðu ekki haft samband við okkur til að láta okkur vita svo við gætum hafa sótt það sjálf. En þeir sögðu í gær að það kæmi annað hvort í gær (sem það gerði ekki) eða í dag sem ég vona að þeir geri því ef ég verð rúmlaus yfir helgina verð ég ekki bara pirruð heldur brjáluð. Munu þeir góðu menn þá finna fyrir því hvernig ólétt kona getur verið í skapinu. Annars er ég svo fúl að ég er að hugsa um að hætta að rita svo ég byrti nú ekki eitthvað sem ég sé síðar eftir.
Lifið heil.