Thank god for slaves!
Ég er svo forsjál og sniðug að snemmendis á þorra réði ég mér tvo frændur mína í vinnu. Nú gera þeir allt sem mér finnst leiðinlegt (og er líka löglega afsökuð frá) eins og að ryksuga og vaska upp og ég veit ekki hvað og hvað. Þeir eru kurteisir og elskulegir piltar (eins og þeir eiga ætt til) og reyna að þjóna mér og þóknast í hvívetna. Ég er reyndar að hafa áhyggjur af því að þeim leiðist í sveitinni hjá mér því það er kannski ekki beint skemmtilegt að koma í starf í sveit og vera bara svo inni að vaska upp, en þeir segjast vera hæst ánægðir og það er nóg fyrir mig. Ég vona bara að ég geti staðið við það að leyfa þeim að fara á hestbak í sumar. Annars er ég bara mjög ánægð með litlu "þrælana" mína og eiga þeir allt gott skilið.
Ég verð bara að segja að ég er hissa á systkinum mínum að vera ekki alltaf í heimsókn hjá mér ég hélt að ég væri svo skemmtileg!?? Nei eiginlega er ég ekkert hissa ég nenni nefnilega ekki að heimsækja þau neitt frekar ég er bara svo tilætlunarsöm að ég vil fá alla í heimsókn til mín en nenni ósköp lítið að fara sjálf. En verð að viðurkenna það að fá fréttir af þeim í gegnum aðra er svolítið pirrandi. Femínistar voru í sjónvarpinu í gær og ég verð að segja að þeir sem skapa kynjavandamál að stórum hluta í dag eru einmitt femínistarnir sjálfir. Ég skil ekki í konum að vera að leggjast svo lágt að þurfa alltaf að vera bera sig saman við karla. Mér finnst fólk ekki gera sér grein fyrir því að konur og karlar eru ekki eins og það að gera þau eins er ekki endilega af því góða. Konur njóta líka sérréttinda alveg eins og karlar. T.d. fáum við lengra fæðingarorlof en þeir og við fáum yfirleitt að vera sá aðilinn sem er heima með börnin og mér fynnst það vera forréttindi. Ef fólk er að eiga börn þá á það að hafa tíma fyrir þau líka annars á það bara að sleppa því. Mér finnst að hjón eigi að koma sér saman um það hver það verður sem á að vinna fullan vinnudag úti og hver á að vinna heima með börnunum áður en það eignast börn. Feministar agnúast líka yfirleitt út í konur en ekki karla. Það eru konur sem eru að "selja" sig ódýrt í klámblöðum og tískublöðum og það eru konur sem hafa það á heilanum að þær séu ekki fallegar nema að þær séu svona og svona í laginu og með svona og svona háralit og háragerð, körlum er yfirleitt sama um slíkt og körlunum finnast ekki þessa beinasleggjur flottar. Þannig ef konur hættu að agnúast útí hverja aðra þá væri ekki til femínistar. Ég reyndar veit að það voru stór gáfaðar og framsýnar konur sem veittu okkur (konum) kosningarétt og slíkt en í dag finnst mér þetta verið komið út í öfgar. Menn hafa aldrei staðið í svona en hafa komið sér samt þangað sem þeir eru í dag, þeir reyndar hafa eitt hverjar aldir um fram okkur í að koma sér þangað en ég er viss um að konur komist þangað líka og verði "jafnar" körlum. En að pípa um það á fundum og í félögum er ekki rétta leiðin við erum að reyna að gera okkur æðri körlum með því. Ég sé ekki karla halda upp á einhvern sérstakan karladag eins og konur gera og ég sé karla ekki vera að syngja sérstaka karla söngva og marsera niður laugaveginn fylktu liði og hvetja hvorn annan áfram.
Enda held ég að konurunar yrðu þá kolbrjálaðar, en þetta gerum við nú og karlarnir láta þetta sig yfir ganga. Ég held að með því að velja og hafna í lífinu og halda áfram að vinna eins vel og við konur gerum þá komumst við á endanum þangað sem við viljum vera. Jæja þá er ég búin að pústra í dag og örugglega búin að gera margan femínistan brjálaðan líka, en ég meina I run the show here mhuhuhuhhahaha.
Lifið heil.
Ég er svo forsjál og sniðug að snemmendis á þorra réði ég mér tvo frændur mína í vinnu. Nú gera þeir allt sem mér finnst leiðinlegt (og er líka löglega afsökuð frá) eins og að ryksuga og vaska upp og ég veit ekki hvað og hvað. Þeir eru kurteisir og elskulegir piltar (eins og þeir eiga ætt til) og reyna að þjóna mér og þóknast í hvívetna. Ég er reyndar að hafa áhyggjur af því að þeim leiðist í sveitinni hjá mér því það er kannski ekki beint skemmtilegt að koma í starf í sveit og vera bara svo inni að vaska upp, en þeir segjast vera hæst ánægðir og það er nóg fyrir mig. Ég vona bara að ég geti staðið við það að leyfa þeim að fara á hestbak í sumar. Annars er ég bara mjög ánægð með litlu "þrælana" mína og eiga þeir allt gott skilið.
Ég verð bara að segja að ég er hissa á systkinum mínum að vera ekki alltaf í heimsókn hjá mér ég hélt að ég væri svo skemmtileg!?? Nei eiginlega er ég ekkert hissa ég nenni nefnilega ekki að heimsækja þau neitt frekar ég er bara svo tilætlunarsöm að ég vil fá alla í heimsókn til mín en nenni ósköp lítið að fara sjálf. En verð að viðurkenna það að fá fréttir af þeim í gegnum aðra er svolítið pirrandi. Femínistar voru í sjónvarpinu í gær og ég verð að segja að þeir sem skapa kynjavandamál að stórum hluta í dag eru einmitt femínistarnir sjálfir. Ég skil ekki í konum að vera að leggjast svo lágt að þurfa alltaf að vera bera sig saman við karla. Mér finnst fólk ekki gera sér grein fyrir því að konur og karlar eru ekki eins og það að gera þau eins er ekki endilega af því góða. Konur njóta líka sérréttinda alveg eins og karlar. T.d. fáum við lengra fæðingarorlof en þeir og við fáum yfirleitt að vera sá aðilinn sem er heima með börnin og mér fynnst það vera forréttindi. Ef fólk er að eiga börn þá á það að hafa tíma fyrir þau líka annars á það bara að sleppa því. Mér finnst að hjón eigi að koma sér saman um það hver það verður sem á að vinna fullan vinnudag úti og hver á að vinna heima með börnunum áður en það eignast börn. Feministar agnúast líka yfirleitt út í konur en ekki karla. Það eru konur sem eru að "selja" sig ódýrt í klámblöðum og tískublöðum og það eru konur sem hafa það á heilanum að þær séu ekki fallegar nema að þær séu svona og svona í laginu og með svona og svona háralit og háragerð, körlum er yfirleitt sama um slíkt og körlunum finnast ekki þessa beinasleggjur flottar. Þannig ef konur hættu að agnúast útí hverja aðra þá væri ekki til femínistar. Ég reyndar veit að það voru stór gáfaðar og framsýnar konur sem veittu okkur (konum) kosningarétt og slíkt en í dag finnst mér þetta verið komið út í öfgar. Menn hafa aldrei staðið í svona en hafa komið sér samt þangað sem þeir eru í dag, þeir reyndar hafa eitt hverjar aldir um fram okkur í að koma sér þangað en ég er viss um að konur komist þangað líka og verði "jafnar" körlum. En að pípa um það á fundum og í félögum er ekki rétta leiðin við erum að reyna að gera okkur æðri körlum með því. Ég sé ekki karla halda upp á einhvern sérstakan karladag eins og konur gera og ég sé karla ekki vera að syngja sérstaka karla söngva og marsera niður laugaveginn fylktu liði og hvetja hvorn annan áfram.
Enda held ég að konurunar yrðu þá kolbrjálaðar, en þetta gerum við nú og karlarnir láta þetta sig yfir ganga. Ég held að með því að velja og hafna í lífinu og halda áfram að vinna eins vel og við konur gerum þá komumst við á endanum þangað sem við viljum vera. Jæja þá er ég búin að pústra í dag og örugglega búin að gera margan femínistan brjálaðan líka, en ég meina I run the show here mhuhuhuhhahaha.
Lifið heil.