Prump!
Ég nenni ekki að vera æðislega sniðug lengur. Hormónastarfsemin er á grilljón og skapferli mitt eftir því. Barnið æfir og æfir karate á rifbeinum mínum,síðu og þind, þá sérstaklega er ég sef. Ég blæs hraðar út en helíumdunkur blæs út blöðru og fæturnir á mér minna helst á ofsoðin karfa með eiturbólgusótt. Ég prumpa í tíma og ótíma og enginn leið á að stöðva það eða halda því inni á opinberumstöðum svo sem í búðinni. Eina ráðið er að lýta í kringum sig eins og einhver annar hafi gert það. Nefið á mér minnir helst á lélegan svertingja brandara (eða á mann sem býflugur hafa stungið í nefið og hann síðan hlaupið á vegg) og ég hef fleiri bólur en heill unglingaskóli til samans. Ef brjóstin á mér stækka mikið meira get ég vafið þeim utan um hálsinn á mér og notað sem trefil, kæmi sér vel í vetrarhörkum en varla í júlí. Á í vandræðum að velta mér um rúminu því annað brjóstið flækist þá yfirleitt fyrir og endar undir mér ég get ekki legið á hliðinni því ég hef ekkert pláss fyrir hendurnar því brjóstin liggja einhvern veginn út um allt. Og ég er bara hálfnuð, og eru ekki miklar líkur á að þetta skáni í seinni helmingnum. Fötin mín eru fjarlægur draumur í botni fataskápsins og ég tala nú ekki um að reyna finna nærföt sem passa, það er ósköp einfalt ég finn þau ekki. Kannski ég leyti á náðar seglagerðarinnar? Þannig að þið skiljið að ég nenni bara ekkert að skrifa í dag.
Lifið heil.
Ég nenni ekki að vera æðislega sniðug lengur. Hormónastarfsemin er á grilljón og skapferli mitt eftir því. Barnið æfir og æfir karate á rifbeinum mínum,síðu og þind, þá sérstaklega er ég sef. Ég blæs hraðar út en helíumdunkur blæs út blöðru og fæturnir á mér minna helst á ofsoðin karfa með eiturbólgusótt. Ég prumpa í tíma og ótíma og enginn leið á að stöðva það eða halda því inni á opinberumstöðum svo sem í búðinni. Eina ráðið er að lýta í kringum sig eins og einhver annar hafi gert það. Nefið á mér minnir helst á lélegan svertingja brandara (eða á mann sem býflugur hafa stungið í nefið og hann síðan hlaupið á vegg) og ég hef fleiri bólur en heill unglingaskóli til samans. Ef brjóstin á mér stækka mikið meira get ég vafið þeim utan um hálsinn á mér og notað sem trefil, kæmi sér vel í vetrarhörkum en varla í júlí. Á í vandræðum að velta mér um rúminu því annað brjóstið flækist þá yfirleitt fyrir og endar undir mér ég get ekki legið á hliðinni því ég hef ekkert pláss fyrir hendurnar því brjóstin liggja einhvern veginn út um allt. Og ég er bara hálfnuð, og eru ekki miklar líkur á að þetta skáni í seinni helmingnum. Fötin mín eru fjarlægur draumur í botni fataskápsins og ég tala nú ekki um að reyna finna nærföt sem passa, það er ósköp einfalt ég finn þau ekki. Kannski ég leyti á náðar seglagerðarinnar? Þannig að þið skiljið að ég nenni bara ekkert að skrifa í dag.
Lifið heil.