Fótsporin mín

Þínar eigin hugsanir halda þér föstum og höggva þig niður aftan frá.

miðvikudagur, júlí 02, 2003

Úmbarassa.


Ég er að deyja úr fýlu og andleysi. Hef reyndar verið ógeðslega dugleg heima hjá mér og hef fengið að finna fyrir því á eginskinni. Kannski að það sé einhver samasem merki á milli þess að vera andlegur snillingur og líkamlegur letingi og aumingi? Alla vega hefur andleysi ekki mælst meira nema þá helst í kirkjugörðum Reykjavíkurborgar. Ég held að barnið sé að stækka og leika sér þessa dagana, alla vega er ég svo þreytt en get samt ekki hætt að starfa. Hef varla bara þörf fyrir "rándýran" vinnukraftinn að sunnan. Er búin að ryksuga, skúra og skrúbba og bóna núna í þrjá daga. Hef bara ekki hagað mér svona síðan elstu menn muna. (þ.e. Sveinn) En að sama skapi er ég hrikalega leiðinleg í umgengni. Sigrún greyið hætti sér nálægt mér í gær og það munaði minnstu að úr yrði blóðbað er ég reyndi að bíta af henni höfuðið. Ég öfunda fólk sem er búið að eiga sín börn í ár, ég er eiginlega bara búin að gefast upp á þessari meðgöngu. Svo er ég einstaklega forvitin að fá að sjá barnið mitt og Sveins og sjá hverjum það líkist og hvernig við blöndumst. Ég man ekki eftir því að ég hafi verið svona spennt í að sjá hvernig Binni lyti út er ég gekk með hann. Enda var það mun auðveldari meðganga, alla vega líkamlega séð. Jæja best að fara brasa einhvert
matarkyns fyrir liðið.
Lifið heil.